Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 67
araflokki 19 ára gamall. Matti fylgdi síð-
an liðinu í 1. deildina og hélt tryggð við
Val á þessu erfiða tímabili þegar iiðið féll
þrisvar úr úrvalsdeildinni á næstu árum.
„Það var skelfileg upplifun að falla með
liðinu í fyrsta skipti um haustið 1999, en
það féll eiginlega ekkert með okkur þetta
sumar. Ég fylgdi síðan liðinu aftur upp
um deild strax árið eftir og var hluti af
liðinu í öll þrjú skiptin sem það féll um
deild og var einnig með í að koma liðinu
alltaf upp aftur. Þetta var mjög sérstakur
tími og mér fannst liðið oft spila ágætan
fótbolta á þessu tímabili en röð atvika
varð stundum til þess að hlutirnir féllu
ekki með okkur. Eitt skiptið vorum við
t.d. í 2. sæti eftir fyrri umferðina en feng-
um bara 2 stig í seinni umferðinni og féll-
um um haustið. Þá kom upp einhvers
konar panikástand og andlega hliðin
brást, en við vorum samt hörkugóðir í fót-
bolta, en það var bara ekki nóg. Mér
finnst það sanna að maður var sannur
Valsmaður að vera ekkert að skipta um
lið á þessum tíma og við vorum nokkrir
sem héldum tryggð við félagið allan tím-
ann,“ segirMatti af einlægni.
Stnaumhvörf þegar Willum kom
2004
Matti segir að ákveðin straumhvörf hafi
orðið hjá félaginu þegar Willum Þór
Þórsson tók við þjálfun liðsins eftir sum-
arið 2004 þegar Val tókst í þriðja sinn úr
1. deildinni. Fyrsta tímabilið undir stjórn
Willum vann liðið fjölda titla og hápunkt-
urinn var 2005 þegar liðið varð bikar-
nreistari eftir spennandi úrslitaleik á móti
Fram. „Willum gerbreytti um áherslur,
kom með mikinn kraft og lagði mikinn
metnað í starfið, nokkrir nýir leikmenn
komu til Vals og honum tókst að búa til
sterka liðsheild og öll umgjörð var til fyr-
irmyndar hjá félaginu. Ég átti frábært
tímabil þetta ár og væntingarnar voru
síðan miklar til næsta tímabils en það
voru ákveðin vonbirgði að ná ekki að
fylgja eftir góðu gengi en liðið var samt
nokkuð gott þetta tímabil. Það verður að
segjast eins og er að þessi tvö tímabil var
FH með langbesta liðið á landinusegir
Matti.
FH heillar
Eftir 2006 tímabilið þá
langaði Matta að breyta
til, enda hafði hann leik-
ið allan sinn feril hjá Val
og orðinn 26 ára. Það
freistaði Matta þegar
honum bauðst að ganga
til liðs við íslandsmeist-
ara FH. „Mér gekk mjög
vel að aðlagast liðinu og
var mjög vel tekið. Það
var ákaflega sértakt að koma inn í klúbb-
inn og upplifa stemninguna í liðinu og í
stuðningsmönnum. Sértaklega þótti mér
athyglisvert hversu þjálfararnir höfðu
mikið svigrúm og ekki voru margir
stjórnarmenn að skipta sér af liðinu.
Einnig finnst mér athyglisvert hversu
margir uppaldir leikmenn voru hjá liðinu,
það er mikið lagt upp úr starfinu í yngri
flokkunum og mikil tengsl eru á milli
meistaraflokks og 2. og 3. flokks og
þjálfunin er samrýmd eftir ákveðinni
stefnu. Ég lék með þeim næstum í þrjú
tímabil og náði að verða með þeim
íslandsmeistari einu sinni og bikarmeist-
ari einu sinni og þegar ég færði mig yfir í
Val í fyrrasumar vorum við nánast búnir
að tryggja okkur titilinn. Það var sérstök
tilfinning að fylgjast með Val hampa
íslandsmeistaratitlinum árið 2007, fyrsta
árið mitt hjá FH og ég man eftir að hafa
fengið alls konar meldingar frá félögum
mínum í Val og stuðningsmönnum en
auðvitað var svekkjandi að ná ekki að
taka þátt í því ævintýri hjá Val. Það var
samt minnisstæðast á því tímabili að ég
náði að skora bæði mörk FH í bikarúr-
slitaleik og tryggja þeim fyrsta bikar-
meistaratitil frá upphafi. Ég þroskaðist
mjög mikið sem leikmaður hjá FH og er
þeim þakklátur fyrir tímann hjá þeim,“
segir Matti af einlægni.
Aftur heim að Hlíðarenda 2009
„Það kitlaði mig að ganga aftur í Val þeg-
ar félagið hafði samband, en ég ætlaði
mér alltaf að koma einhvern tíma aftur
heim. Það var mjög sérstakt að koma á
Hlíðarenda þar sem ýmislegt gekk á aft-
urfótunum og árangur langt undir vænt-
ingum allra í félaginu. Persónulega
fannst mér allt of mikið púður fara í alls
konar pirring, tuð og neikvæðni og þá
undanskil ég engan, hvorki leikmenn,
þjálfara, stjórnarmenn eða stuðnings-
menn. Það er ekki von til þess að góður
Matthías Gudmimdsscm og Baldur lngimar Aðalsteinsson
heilsa upp á leikmenn í 4.flokki'fyrir einn af skemmtilegustu
leikjum sumarsins sem fórufram á Vodafonevellinum í
sumar í3. og 4.fl. karla og kvenna. Fálkarnir sáu um að
gera umgjörð leikjanna ógleymanlega.
árangur náist þegar stemningin er ekki
nægilega jákvæð í klúbbnum í heild.
Þetta fannst mér sérstaklega áberandi eft-
ir að vera nýkominn úr allt öðru umhverfi
hjá FH. Mér finnst mikilvægt að Valur
byrji nú á einhverju nýju tímabili, það
gerist ekki betra tækifæri en að byrja eins
á hundrað ára afmælinu. Félagið þarf að
móta ákveðna stefnu, búa til jákvæða
heild og allir þurfa að leggja sig fram til
að betri árangur náist og þá er ég ekki að
undanskilja neinn sem kemur að félaginu
og suma leikmenn," segir Matti býsna
ákveðið.
Líst vel á uppbygginguna hjá Val
Matta líst mjög vel á það sem er að ger-
ast núna hjá karlaliðinu í Val, bæði nýja
þjálfarateymið og leikmannahópinn.
Hann telur að Kristján Guðmundsson sé
mjög góður kostur sem þjálfari liðsins í
þeirri uppbyggingu sem þarf að eiga sér
stað í karlaboltanum á Hlíðarenda og lið-
ið þurfi að fara að leggja meiri áherslu á
að spila fallegan fótbolta.
„Við erum með kornungt lið, meðal-
aldurinn er um 23 ár og ég finn fyrir
svipuðum straumum og þegar Willum
var að byrja. Síðan erum við með nokkra
reynslubolta, Atla Svein og Bjössa og ég
tel mig sjálfan þar með og það er nauð-
synlegt fyrir okkur að taka á okkur
ábyrgð. Ég trúi því líka að Freyr komi
með jákvæðar áherslur úr kvennaboltan-
um til að byggja upp sterkari liðsheild og
við finnum strax fyrir því. Ég tel að það
sé mikilvægara að hafa sterka liðsheild
en að vera með bestu leikmennina og ég
hef fulla trú á að Kristjáni, Frey og
Bjössa takist þetta, enda hefur Freyr unn-
ið allt með stelpunum á undanförnum
árum og sömu lögmálin ættu að gilda
bæði í karla- og kvennaboltanum. Hóp-
urinn er byrjaður að halda fleiri fundi til
að kynnast betur og rækta einnig félags-
skapinn. Þeir sem spila fyrir Val verða að
Valsblaðíð 2010
67