Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 69

Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 69
Það hefur alla tíð runnið Valsarablóð í æðum mínum Marteinn Hngni Elíasson er 14 ára og leikur fótbolta með 4. flokki og er handhafi Lollabikarsins Marteinn Högni hefur æft fótbolta í fimm og hálft ár með Val og segist hafa byrjað hjá Val af því að fjölskylda hans séu harð- ir Valsarar og að alla tíð hafi runnið Vals- arablóð í æðum sínum. Hann segir að það hafi verið rosalega mikill heiður að fá Lollabikarinn á uppskeruhátíðinni í haust. Stuðningur foreldra? „Ég hef fengið mjög mikinn og góðan stuðning frá for- eldrum mínum. Pabbi hefur mætt á nán- ast alla leiki sem ég hef spilað síðan að ég byrjaði að æfa og hefur verið öflugur á hliðarlínunni. Mamma hefur mætt á eins marga leiki og hún getur og systir mín líka. Mér finnst stuðningur foreldar mjög mikilvægur. Það eflir mann og styrkir að hafa foreldra sína við bakið á sér.“ Hvernig gekk ykkur í sumar? „Við náðum markmiðinu okkar á íslands- mótinu. Við hefðum getað staðið okkur betur á Rey Cup mótinu en það kemur bara næst, þannig að okkur gekk bara frekar vel í sumar, vorum að vinna marga leiki og sýndum miklar framfarir sem lið. Hópurinn er góður, við náum vel saman jafnt innan sem utan vallar og erum að spila vel saman. Þjálfararnir eru frábærir. Donni og Igor eru án efa þeir bestu sem ég hef verið með í Val. Þeir eru með skýr markmið, byggja vel upp liðsandann og eru með mjög góðar æfingar. Þeir hafa gert mig að betri leikmanni og hafa stað- ið vel á bak við mig.“ Hverar eru fyrirmyndir þínar í fót- boltanum? „Fabregas í Arsenal ásamt því að vera minn uppáhalds leikmaður. Hann er góður leikmaður, gefur frábærar sendingar, les leikina vel og er bara snill- ingur í alla staði“ Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða íþróttum almennt? „Ég tel að til þess að ná langt í íþróttum skipti miklu máli að æfa vel, setja sér raunsæ markmið og stefna að þeim, passa að borða næringar- ríkan mat og hafa trú á sjálfum sér. Þú getur það sem þú ætlar þér og það er allt- af hægt að bæta sig. Það helsta sem ég myndi vilja bæta hjá mér væri styrkleiki, sprengikraftur og hraði." Hvers vegna fótbolti? „Ég á eldri systur sem heitir Tara og þegar ég var lítill var hún á fullu að æfa fótbolta. Hún var dug- leg að taka mig út með sér í fótbolta og naut þess að sóla mig upp úr skónum þeg- ar ég var bara lítill pjakkur. Þannig að frá því að frá fyrstu tíð hefur verið mikið um fótbolta á mínu heimili. Þegar ég varð 9 ára fór ég á mínu fyrstu æfingu hjá Val og eftir það var ekkert aftur snúið.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar? „Það er að komast í atvinnumennsku og geta öðlast góða menntun samhliða því.“ Hvernig fínnst þér að eigi að efla starf- ið í yngri flokkunum hjá Val í fót- bolta? „Fá fleiri krakka í félagið til að efla samkeppni. Mér finnst mikilvægt að hafa góða þjálfara." Telur þú að meistaraflokkur Vals í karlafótbolta eigi eftir að ná titlum á næsta tímabili? „Ég hef trú á þeim. Það getur allt gerst í fótboltanum. Það eru margir efnilegir leikmenn í yngri flokk- unum sem koma örugglega sterkir inn.“ Hverjir eru helstu Valsararnir í fjöl- skyldunni? „Elías, pabbi minn er auðvit- að gömul handboltastjarna. Hann var val- inn besti markvörður mótsins á Norður- landamótinu 1983.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson og hann stofnaði Val 11. maí 1911.“ Hvað finnst þér að Valur eigi að gera til að fagna 100 ára afmælinu?„Mér finnst að það ætti að vera svona Stjörnuleikur með gömlum Völsurum, gamlir vs. ungir. Enda síðan daginn á hamborgaraveislu.“ Valsblaðlð 1941 BANNAÐ AÐ ÆFA Árið 1941 var skólanemendum óheimilt að stunda íþróttaæfingar í félögum, þann tíma árs, sem skólar störfuðu, nema með sérstöku leyfi skólastjóra. Valsblaðlð 1958 Á MORGUN SEGIR SÁ LATI Á vorin eiga menn að leika sér, það er eðli lífveranna. Gamlir vagnhestar taka á sprett og bregða á leik, þegar þeir koma út í vorið, og ungur maður ætti ekki síður að finna þetta. Leikfimi á að æfa allan veturinn og svo byrja að leika sér úti í marz. Það er eðlilegast að komast í þjálfun á vorin, það er tími gróandans. Ef það er ekki hægt, komast menn aldrei í æfingu. Maður, sem er ekki í æfingu á haustin, geymir það til áramóta að byrja, og svo geymir hann það lengur ... og lengur. Grímar Jónsson Valsblaðið 2010 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.