Valsblaðið - 01.05.2010, Side 73

Valsblaðið - 01.05.2010, Side 73
Starfið er margt I sumar tók fjöldinn allur af krökkum þátt í knattspyrnuskóla Vals. Skóla- stjórar skólans voru þau Igor Bjarni Kostic og Rakel Logadóttir ásamt nokkrum reyndum þjálfurum úr félaginu, þeim til aðstoðar voru svo eldri iðkendur félagsins. Æft var alla virka daga og æfingar voru alltaf fyrir hádegi frá 9-12. Aðaláherslur skólans voru a tækniatriði og skemmtun ásamt því að spilað var á hverri æfingu, strákar og stelpur saman. í lok hvers námskeiðs voru veitt verðlaun fyrir þá sem sköruðu fram úr í góðri hegðun og umgengni ásamt því að allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna. Sumarið heppnaðist mjög vel og er ekki síst að þakka þeim krökkum sem lögðu leið sína í knattspyrnuskóla Vals. Vonandi sjáumst við öll næsta sumar. Valskveðja Þjálfarar Knattspyrnuskóla Vals Fjön í knattspyrnuskóla Vals Valsblaðlð 1860 AÐALHVATAMAÐUR VALSBLAÐSINS 0G KAUPANNA ÁHLÍÐARENDA (Ur minningarorðum) Ólafur Sigurðsson var aðalhvatamaður þess, að Valsblaðið hóf göngu sína árið 1939 og varð ritstjóri þess í byrjun og oft- ast síðan. Sá hann fljótt að félagsblað gat haft ótrúlega góð áhrif til hagsbóta fyrir félagið. Slíkt útgáfa er æði kostnaðar- söm og útheimtir mjög mikla vinnu, enda var Ólafur sérstak- lega hugkvæmur og útsjónarsamur og yfirvegaði hvern hlut af skarpri athyglisgáfu. Ólafur var aðalhvatamaður að kaupunum á Hlíðarendaeigri- inni árið 1939. Stóð hann þar sem klettur úr hafinu gegn ýms- um, að öðru leyti mætum Valsmönnum, sem börðust með hnú- um og hnefum gegn slíku flani og vitleysu. Urðu hörð átök um mál þetta, en sem betur fór sigraði bjartsýni og víðsýni Ólafs. Kaupin voru gerð og okkar kæra félag eignaðist varanlegan samastað fyrir væntanlega íþróttastarfsemi sína. Það ár sáu margir hylla undir giæstan íþróttasal, búningaherbergi, félags- heimili, grasvelli og malarvelli í framtíðinni, öðrum fannst þetta heimskulegir loftkastalar. í dag blaáa „loftkastalar“ við okkur sem blákaldar staðreyndir og við þökkum af heilum huga þann grundvöll, er Ólafur lagði að framtíð Vals með kaupunum á Hlíðarenda, þrátt fyrir snarpa andstöðu og í dag vildu allir ,Æilju kveðið hafa“. f dag man enginn eftir þeirri baráttu, er stjórn Vals, með Ólaf í formennsku, háði árið 1939 fyrir Hlíðarendakaupunum. En Ólafur gerði meir, hann fylgdi eftir þessu óskabarni Vals á veg, hann skóp því vaxtarskilyrði með velheppnuðu happ- drætti um bifreið árið 1943, sem gaf þann hagnað, er dugði til byrjunar á þeim mannvirkjum er á eigninni hafa risið síðan undir traustri stjórn nokkurra dugandi Valsmanna, þar á meðal Ólafs. Tel ég að afskipti Ólafs af Hlíðarenda Vals, einsömul skipi honum á bekk með mætustu sonum Vals allra tíma, og skrái nafn hans gullnu letri í sögu félagsins. Sveinn Zoega Valsblaðið 1968 VANTAR „HUMÖR" Úr grein eftir Elías Hergeirsson formann knattspyrnudeildar Ég er ekki fyllilega ánægður með árangurinn í sumar, tel að búi mun meira í þessu liði en fram kemur. Mér finnst eins og það vanti í það „humör“ og léttleika milli sjálfra strákanna. Þetta náðist í Reykjavíkurmótinu, en síðan datt það niður meira og minna. Þetta kom svo aftur í leiknum við Benfica, þá gerðu allir sitt bezta sem gaf árangur. Maður hefur það líka á tilfinningunni að sumir strákanna séu að þessu fyrir Knattspyrnufélagið Val, en ekki fyrir sjálfa sig, Valsblaðið 2010 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.