Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 73
Starfið er margt
I sumar tók fjöldinn allur af krökkum
þátt í knattspyrnuskóla Vals. Skóla-
stjórar skólans voru þau Igor Bjarni
Kostic og Rakel Logadóttir ásamt
nokkrum reyndum þjálfurum úr
félaginu, þeim til aðstoðar voru svo
eldri iðkendur félagsins. Æft var alla
virka daga og æfingar voru alltaf fyrir
hádegi frá 9-12. Aðaláherslur skólans
voru a tækniatriði og skemmtun ásamt
því að spilað var á hverri æfingu,
strákar og stelpur saman. í lok hvers
námskeiðs voru veitt verðlaun
fyrir þá sem sköruðu fram úr í
góðri hegðun og umgengni
ásamt því að allir krakkarnir
fengu viðurkenningarskjöl fyrir
þátttökuna. Sumarið heppnaðist
mjög vel og er ekki síst að þakka
þeim krökkum sem lögðu leið
sína í knattspyrnuskóla Vals.
Vonandi sjáumst við öll næsta
sumar.
Valskveðja
Þjálfarar Knattspyrnuskóla Vals
Fjön í knattspyrnuskóla Vals
Valsblaðlð 1860
AÐALHVATAMAÐUR VALSBLAÐSINS 0G KAUPANNA
ÁHLÍÐARENDA
(Ur minningarorðum)
Ólafur Sigurðsson var aðalhvatamaður þess, að Valsblaðið
hóf göngu sína árið 1939 og varð ritstjóri þess í byrjun og oft-
ast síðan. Sá hann fljótt að félagsblað gat haft ótrúlega góð
áhrif til hagsbóta fyrir félagið. Slíkt útgáfa er æði kostnaðar-
söm og útheimtir mjög mikla vinnu, enda var Ólafur sérstak-
lega hugkvæmur og útsjónarsamur og yfirvegaði hvern hlut af
skarpri athyglisgáfu.
Ólafur var aðalhvatamaður að kaupunum á Hlíðarendaeigri-
inni árið 1939. Stóð hann þar sem klettur úr hafinu gegn ýms-
um, að öðru leyti mætum Valsmönnum, sem börðust með hnú-
um og hnefum gegn slíku flani og vitleysu. Urðu hörð átök um
mál þetta, en sem betur fór sigraði bjartsýni og víðsýni Ólafs.
Kaupin voru gerð og okkar kæra félag eignaðist varanlegan
samastað fyrir væntanlega íþróttastarfsemi sína. Það ár sáu
margir hylla undir giæstan íþróttasal, búningaherbergi, félags-
heimili, grasvelli og malarvelli í framtíðinni, öðrum fannst
þetta heimskulegir loftkastalar. í dag blaáa „loftkastalar“ við
okkur sem blákaldar staðreyndir og við þökkum af heilum
huga þann grundvöll, er Ólafur lagði að framtíð Vals með
kaupunum á Hlíðarenda, þrátt fyrir snarpa andstöðu og í dag
vildu allir ,Æilju kveðið hafa“. f dag man enginn eftir þeirri
baráttu, er stjórn Vals, með Ólaf í formennsku, háði árið 1939
fyrir Hlíðarendakaupunum.
En Ólafur gerði meir, hann fylgdi eftir þessu óskabarni Vals
á veg, hann skóp því vaxtarskilyrði með velheppnuðu happ-
drætti um bifreið árið 1943, sem gaf þann hagnað, er dugði til
byrjunar á þeim mannvirkjum er á eigninni hafa risið síðan
undir traustri stjórn nokkurra dugandi Valsmanna, þar á meðal
Ólafs. Tel ég að afskipti Ólafs af Hlíðarenda Vals, einsömul
skipi honum á bekk með mætustu sonum Vals allra tíma, og
skrái nafn hans gullnu letri í sögu félagsins.
Sveinn Zoega
Valsblaðið 1968
VANTAR „HUMÖR"
Úr grein eftir Elías Hergeirsson formann knattspyrnudeildar
Ég er ekki fyllilega ánægður með árangurinn í sumar, tel að
búi mun meira í þessu liði en fram kemur. Mér finnst eins og
það vanti í það „humör“ og léttleika milli sjálfra strákanna.
Þetta náðist í Reykjavíkurmótinu, en síðan datt það niður meira
og minna. Þetta kom svo aftur í leiknum við Benfica, þá gerðu
allir sitt bezta sem gaf árangur.
Maður hefur það líka á tilfinningunni að sumir strákanna séu
að þessu fyrir Knattspyrnufélagið Val, en ekki fyrir sjálfa sig,
Valsblaðið 2010
73