Valsblaðið - 01.05.2010, Page 76
Framtíðarfólk
Nám: Félagsfræði við HÍ.
Kærasti: Orri Freyr Gíslason.
Hvað ætlar þú að verða: Afbrotafræð-
ingur.
Hjá hvaða liðum hefur þú verið í
handbolta: Uppalinn Frammari.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
handboltanum: Frábærlega. Þau eru stór
ástæða að ég er hér í dag.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Ætli það sé ekki ég, Orri
Freyr og Sunneva litla systir.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða: Sturtuvörður.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Tel hlut-
ina vera á uppleið hjá mér og hugsanlega
næsta skref tekið.
Af hverju handbolti: Einfaldlega besta
sportið, það er skemmtilegasta actionin
þar.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Var eitthvað í fótbolta og eitt ár í fimleik-
um. Eg fór meira að segja á balletæfingar
en var fljót að forða mér þaðan þegar ég
sá að þetta var ekki alveg fyrir mig.
Hvernig var síðasta tímabil: Síðasta
tímabil var frábært fyrir okkur stelpurnar
í Val, töpuðum bara einum deildarleik,
unnum deildina og íslandsmeistarar og í
úrslitum í bikar. Persónulega ætla ég að
gera enn betur fyrir mitt lið.
Lýstu tilfinnungunni að hampa
Islandsmeistarabikarnum í handbolta:
Besta tilfinning sem til er. Ég öskraði svo
mikið af gleði að ég heyrði aldrei We are
the champions spilað. Ég var í sigurvímu
lengi á eftir og hugsa oft til þess þegar
flautan gall og við réðumst á Beggu
þannig hún kafnaði næstum því.
Hver er lykillinn að árangrinum á síð-
asta tímabili: Samvinna, góður mórall
og rosalega mikil vinna sem allar stelp-
urnar voru tilbúnar að leggja á sig. Allar
voru tilbúnar að vinna fyrir næstu mann-
eskju og lögðu sig 110% fram.
Vinnið þið aftur titla í vetur: Klárlega
er það markmiðið og við höfum alla
burði til þess.
Besta tilfinningin
að vepða íslands-
meistari í hand-
bolta með Val
Hildigunnur Einarsdóttir er 22ja ára og
leikur handbolta með meistaraflokki
Besti stuðningsmaðurinn: Kóngarnir
okkar.
Erfiðustu samherjarnir: Unglömbin
Hrafnhildur, Ágústa og Kristin eru alveg
sérstaklega erfiðar.
Erfiðustu mótherjarnir: Stefán þjálfari
þegar hann feikar ekki meiðsli og tekur
upp skóna.
Stærsta stundin: Klárlega þegar ég varð
Islandsmeistari.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna hjá Val: Unglambið
Hrafnhildur Skúladóttir.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Orri Freyr Gísla-
son.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í
handbolta hjá Val: Held því miður að
það séu ekki margar að koma upp núna en
það eru nokkrar fínar stelpur í 4. flokki.
Hvað lýsir þínum húmor best: Friends
sjónvarpsþættirnir og grínmyndir Jim
Carrey. Mjög einfaldur og augljós.
Fleygustu orð: Þú uppskerð eins og þú
sáir.
Mottó: Hik er sama og tap.
Leyndasti draumur: Verða 8 barna
móðir og eiga 3 dvergkanínur.
Við hvaða aðstæður líður þér best: Oft-
ast inn á vellinum en lrka í sófanum
heima.
Hvaða setningu notarðu oftast: íris
mín, hvað er að frétta með lappirnar á
þér? Hvar endar þetta?
Hvað er það fallegasta sem hefur verið
sagt við þig: Þú ert rniklu fallegri í
myrkrinu.
Fullkomið laugardagskvöld: Annað
hvort með stelpunum í matarboði eða
heima að slappa af með nammi og ískalt
vatn.
Fyrirmynd þín í handbolta: Þegar ég
var markmaður var það klárlega Reynir
Þór Reynisson en í dag ætli það sé ekki
Igor Vori (Króatía).
Draumur um atvinnumennsku í hand-
bolta: Já, vonandi styttist í atvinnu-
mennskuna, draumalöndin eru klárlega
Danmörk eða Þýskaland.
Landsliðsdraumar þínir: Spila á stór-
móti.
Besti söngvari: Klárlega Anna Úrsula
Guðmundsdóttir, syngur Justin Bieber
svo fallega.
Besta hljómsveit: Bítlarnir.
Besta bíómynd: Indiana Jones.
Besta lag: Hey Jude.
Uppáhaldsvefsíðan: valur.is, facebook
og fréttasíður.
Upþáhaldsfélag í enska boltanum:
Rauðu djöflarnir í Manchester United.
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Stórskrýtinn, (næstum því) sköllóttur,
aulahúmoristi og skemmtilegur.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Breyta hitastiginu í húsinu,
það er oft of kalt inni í sal og sjá til þess
að það væri oftar matur fyrir meistara-
flokka félagsins eftir æfingar.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
enda: Klárlega besta aðstaða landsins,
flott hús og skemmtilegt starfsfólk.
Hvað finnst þér að eigi að gera til að
halda upp á 100 ára afmæli Vals 2011:
Sama og gert þegar húsið var opnað.
Risastórt partý handa öllum stuðnings-
mönnum og Ieikmönnum með mat, drykk
og skemmtiatriðum.
76
Valsblaðið 2010