Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 78
Til fyrirmyndar
Við erum framtíðin
Rlt um lelkmenn og þjálfara 5. flokki drengja í handbolta eftir Sigurð flgustsson
Sigurður Ásbjörnsson foreldri í 5. fl.
drengja í handbolta gaf í haust út rafrænt
rit með upplýsingum um starfið í flokkn-
um, m.a. með viðtölum sem hann tók við
alla strákana í flokknum með myndum.
Einnig tók hann viðtal við þjálfara
flokksins. Fyrir honum vakti
• að foreldrar lærðu að þekkja alla strák-
ana þar sem að hægt væri að skoða
myndir af þeim.
• að kynna strákana hvern fyrir öðrum,
þar sem þeir eiga mun fleira sameigin-
legt en það að æfa handbolta.
• að strákarnir lærðu að gera grein fyrir
sér í stuttu máli.
• að halda á lofti þeim heilbrigða lífs-
máta sem er sérstaklega nauðsynlegur
ungu fólki sem stundar íþróttir af kappi
og þjálfararnir hafa lagt ítrekaða
áherslu á.
• að auka við skemmtilega umgjörð
handboltans.
• að hafa gaman af þessu verkefni sjálf-
ur.
Valsblaðið vill vekja athygli á þessu
athyglisverða framtaki og birtir með leyfi
höfundar nokkur viðtöl sem eru í ritinu.
Viðtal við Danra Sigiiórsson
Hvenær áttu afmæli? 20. mars.
í hvaða skóla ertu? Háteigsskóla.
Hvaða númer yrði fyrir valinu ef þú
mættir velja númer á keppnistreyjuna
þína? 1
Ertu örvhentur eða rétthentur? Rétt-
hentur.
Hvenær byrjaðir þú að æfa hand-
bolta? Fyrir 4 árum.
Staða á vellinum? Markmaður.
Æfirðu eða hefurðu æft aðrar íþróttir
en handbolta? Ég æfi fótbolta.
Hver heldur þú að sé frægasti íþrótta-
garpurinn í ættinni? Pabbi var góður
svíper í fótbolta.
I morgunmat borða ég? Kelloggs.
Tekurðu lýsi á morgnanna? Stundum.
Uppáhalds ávöxturinn minn er? App-
elsína.
Uppáhalds grænmetið mitt er? Tómat-
ur.
Ef ég má ráða hvort það sé fiskur, kjöt
eða pasta í kvöldmat þá vel ég? Pasta.
Ertu á Facebook? Já.
Hvað er uppáhaldsfagið í skóianum?
íþróttir.
Hvað gerirðu annað í frístundum en
að æfa íþróttir? í tölvunni og með vin-
um mínum.
I gærkvöldi fór ég að sofa kl? Um kl.
II eða 12.
Viðtal við Rökkva Stein Finnsson
Hvenær áttu afmæli? 28. mars.
í hvaða skóla ertu?
Vatnsendaskóla.
Hvaða númer yrði fyrir valinu ef þú
mættir velja númer á keppnistreyjuna
þína? 23.
Ertu örvhentur eða rétthentur? Rétt-
hentur.
Hvenær byrjaðir þú að æfa hand-
bolta? Fyrir u.þ.b. 5 árum.
Staða á vellinum? Vinstri skytta.
Æfirðu eða hefurðu æft aðrar íþróttir
en handbolta? Frjálsar.
Hver heldur þú að sé frægasti íþrótta-
garpurinn í ættinni? Líklegast pabbi
(Finnur Jóhannsson, fyrrum línumaður í
handboltanum hjá Val),
I morgunmat borða ég? Cheerios.
Tekurðu lýsi á morgnanna? Já.
Uppáhalds ávöxturinn minn er? Kíví.
Uppáhalds grænmetið mitt er? Gúrka.
Ef ég má ráða hvort það sé fiskur, kjöt
eða pasta í kvöldmat þá vel ég? Kjöt.
Ertu á Facebook? Já.
Hvað er uppáhaldsfagið í skólanum?
íþróttir.
Hvað gerirðu annað í frístundum en
að æfa íþróttir? Er með vinum mínum
eða í tölvunni.
í gærkvöldi fór ég að sofa kl? Kl. 12.
Viðtal við Ými Örn Gíslason
Hvenær áttu afmæli? 1. júlí.
í hvaða skóla ertu? Hlíðaskóla.
Hvaða númer yrði fyrir valinu ef þú
mættir velja númer á keppnistreyjuna
þína? 33 sem er flottasta talan eða 97
sem er fæðingarárið.
Ertu örvhentur eða rétthentur? Rétt-
hentur.
Hvenær byrjaðir þú að æfa hand-
bolta? Fyrir fjórum árum.
Staða á vellinum? Eiginlega allar stöð-
ur.
Æflrðu eða hefurðu æft aðrar íþróttir
en handbolta? Ég æfi fótbolta.
Hver heldur þú að sé frægasti íþrótta-
78
Valsblaðið 2010