Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 83

Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 83
líst t.d. mjög vel á nýja skipulagið í yngstu flokkunum þar sem iðkendur eru einu sinni í viku að æfa allar boltagrein- arnar. Krakkarnir hafa bara gott af því að kynnast fleiri greinum og fjölbreytni er af hinu góða. Þar kynnast krakkarnir einnig öðrum krökkum og mér finnst að það eigi að þróa þetta áfram alveg fram undir unglingsárin. Síðan taka Ieikmenn sjálfir ákvörðun á unglingsárum hvaða fþróttagrein verður fyrir valinu áfram en við eigum að hvetja til og liðka fyrir fjöl- breytni og það á alls ekki að vera tog- streita á milli deilda og íþróttagreina, heldur samvinna. Þetta er félagið okkar.“ Bestu vinkonur og kjarni með Sossu í Val. Frá vinstri: Asgerður H. Ingibergs- dóttir, Kristbjörg H. Ingadóttir, Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Sojfía Amundadóttir, Helga Ósk Hannesdóttir og Erla Sigurbjartsdóttir. Þetta eru gullin mín í lífinu. Vinkonur sem standa með manni í gegnum súrt og scett. Við hittumst einu sinni í mánuði og stundum með mökum og börnum. Gríðarlega samrýmdur hópur sem er búinn að fara saman til útlanda einu sinni á ári og er alltafað gera eitthvað saman. Draumup Sossu um allsherjaruppskeruhátíð Sossa hefur ákveðnar skoðanir þegar kemur að skipulagi upp- skeruhátíða hjá knattspyrnu- deild og henni finnst að nýta megi þær betur fyrir alla félagsmenn. „Það er hald- in flott uppskeruhátíð fyrir yngri flokka félagins en mér finnst að uppskeruhátíð meistaraflokkanna eigi að vera allsherj- arhátíð, ekki eingöngu fyrir meistara- flokkana hér og nú, heldur einnig fyrir gamla leikmenn, félagsmenn, stuðnings- menn, sjálfboðaliða félagsins og starfs- menn, þar með talið þjálfara. Með þessu móti myndu kynni milli leikmanna og félagsmanna styrkjast og það væri virki- lega gaman að sjá svona uppskeruhátíð verða að veruleika. Eins þarf að sinna þjálfurum félagslega til að þjappa hópn- um saman.“ Nýtur sín best sem pjáltari yngri flokka Sossa verður áfram þjálfari 3. fl. kvenna hjá Val á næsta tímabili og þrátt fyrir að hún sé komin með hluta af EUFA A þjálf- aragráðu þá stefnir hún áfram að því að þjálfa yngri flokka. „Mér finnst mjög gaman að vinna með unglingum og skemmtilegast er að þjálfa 3. og 4. flokka, en á ferlinum hef ég þjálfað 2. fl. niður í 6. fl. Ég hef alveg eins áhuga á því að þjálfa strákaflokka og skemmti- legast að þjálfa 11 manna bolta á stórum velli. Ég segi hreint út að ég stefni ekki á að þjálfa meistaraflokka. Ég nýt þess að byggja upp og kenna unglingum fótbolta og allt sem tengist honumsegir Sossa sannfærandi. Vil sjá allar deildir í Val dafna „Mér finnst að við ættum að hjálpast að í félaginu að láta körfuna dafna aðeins bet- ur og að meginmarkmiðið hjá félaginu ætti að vera að styrkja þessar þrjár bolta- deildir í stað þess að fjölga deildum eða dreifa kröftum á fleiri íþróttagreinar. Mér Virkjum fleiri Valsmenn í störf fyrir félagið „Það verða ekki allir leikmenn A lands- liðsmenn í fótbolta, það verða ekki allir leikmenn meistaraflokksleikmenn en það geta allir tekið þátt, það er t.d. hægt að vera Valsari, dómari, þjálfari, stuðnings- maður, í stjórnum, foreldrafélagi eða alls konar sjálfboðastarfi fyrir félagið. Sér- staklega finnst mér að það eigi að reyna að fá eldri iðkendur til að mæta á heima- leiki og koma á Hlíðarenda bæði til að fylgjast með keppnisliðum og ekki síður til að hittast og rækta félagsskapinn. Það þarf að vinna í því að finna leikmönnum sem eru að hætta'i hvort sem það er í meistaraflokki eða öðrum flokkum verk- efni hjá félaginu. Það eru allt of margir leikmenn sem hverfa alveg og láta aldrei sjá sig á Hlíðarenda. Svo þarf að virkja alla þessa frábæru foreldra sem eru hjá Val og mætti virkja þá áfram í ýmis sjálf- boðaverkefni en oftast hverfa foreldramir líka um leið og börnin þeirra hætta að æfa hjá félaginu. Það er of lítill sjálfboðaliða- kjarni sem starfar í kringum félagið og það er hætt við að þeir hverfi líka á braut ef verkefnin verða of íþyngjandi.“ Sossa er menntaður leik- og grunn- skólakennari með BA í táknmálsfræðum og vinnur með elstu börnin á leikskólan- um Sólborg í Vesturhlíðinni. Fyrir fjórum árum byrjaði hún á því að ganga með hópinn einu sinni í viku niður í Vals- heimili og þar fengu börnin að æfa. „Þetta spurðist út og núna mæta 4 eða 5 leikskólar í hverfinu einu sinni í íþrótta- tíma í Valsheimilið og þetta eru fyrstu kynni margra ungra krakka af Val. Ég er mjög upptekinn af því að búa til nýja leikmenn og laða nýja iðkendur til félags- ins, sem fá að njóta sín í markvissu íþróttauppeldi hjá okkur,“ segir Sossa að lokum og er þetta gott dæmi um hversu annt henni er um íþróttafélagið sitt sem hún hefur tilheyrt frá 10 ára aldri. Valsblaðið þakkar Sossu fyrir einlægt viðtal þar sem hún veitir innsýn í farsæl- an og langan fótboltaferil hjá Val og jafn- framt einstaka sýn á vinnubrögð hennar sem þjálfara hjá yngri flokkum Vals. Er henni óskað velfarnaðar í áframhaldandi störfum sínum fyrir félagið. Valsblaðið 2010 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.