Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 91

Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 91
Sigmar Egilsson.Jyrirliði Valsliðsins, skorar í bikarleik gegn ÍR, 7. nóvember 2010. Minnibolti 6-9 ára karla Þjálfari: Björgvin Rúnar Valentínusar- son. í minnibolta 6-9 ára karla æfðu saman hópur ungra drengja þar sem sumir voru að stíga sín fyrstu skref í körfubolta. Miklar framfarir urðu hjá strákunum þennan veturinn og sást það helst á knatt- raki, skotfærni og leikskilning þeirra. Hópurinn tók þátt á þremur mótum. Sam- tals voru 14 iðkendur að æfa með minni- boltanum síðastliðinn vetur. Minnibolti kvenna 6-11 ára Þjálfari: Guðrún Sesselja Baldursdóttir. í minnibolta kvenna voru stelpur 11 ára og yngri og voru alls 13 steipur sem æfðu. Þátttakendum fjölgaði allan vetur- inn en liðið var ekki skráð í íslandsmót. Stelpurnar tóku þátt í þremur fjölliðamót- um og var árangurinn mjög góður. Liðið tók framförum frá móti til móts og í lok tímabils leit framtíð kvennakörfunnar hjá Val vel út. Ekki voru veitt einstaklings- verðlaun í minniboita kvenna. 9.-10. flokkur kvenna , Þjálfari: Sigurður Sigurðarson. 9. flokkur hóf mót í b-riðli íslands- mótsins og vann sig strax upp í a-riðil. Stelpurnar féllu aftur niður í b-riðil og var það eiginlega saga vetrarins þar sem stelpurnar flökkuðu á milli riðla. í lok móts voru stúlkurnar svo hársbreidd frá því að vinna sér sæti í 4-liða úrslitum um vorið en 4. stiga tap gegn Grindavík kom í veg fyrir að sá draumur gæti orðið að veruleika. 10. flokkur spilaði allan vetur- inn í b-riðli íslandsmóts. I þrígang var liðið jafnt tveimur öðrum liðum í 1.-3. sæti riðilsins en komst aldrei upp í a-rið- ilinn vegna stigamuns. 6 stúlkur úr 9-10. flokki voru valdar í úrtak til U16 ára landsliðsins og var Sara Dilja Sigurðardóttir sú eina af þeim sem var valin í 12 mann hópinn og jafnframt eini unglingalandsliðmaður Valsmanna það árið. 9. flokkur Leikmaður ársins: Margrét Ósk Einars- dóttir Mestar framfarir: Elsa Rún Karlsdóttir Besta ástundun: Fanney Kjartansdóttir 10. flokkur Leikmaður ársins: Sara Diljá Sigurðardóttir Mestar framfarir: Ragnheiður Benón- ýsdóttir Besta ástundun: Brynja Pálína Sigur- geirsdóttir Valsmaður ársins: Valsmaður ársins er veittur þeim leikmanni sem skarað hefur fram úr í félagsstörfum fyrir deildina. Að þessu sinni var það leikmaður úr 10. flokki, Víðir Sigurðsson sem hlaut sæmd- arheitið Valsmaður ársins. Einarsbikarinn: Verðlaun sem veitt eru til minningar um Einar Örn Birgis voru gefin í níunda sinn. Verðlaunin eru veitt þeim leikmanni í yngri flokkum félagsins sem valinn er efnilegastur. í ár hlaut Sara Diljá Sigurðardóttir, leikmaður í 9. flokki, þessi verðlaun. Fjölgreinaæfingar í vetur hefur Valur sett af stað tilrauna- verkefni fyrir iðkendur á aldrinum 6-7 ára undir heitinu Fjölgreinaæfingar og felur það í sér að einu sinni í viku er öll- um iðkendum boðið upp á körfuknatt- leik, handknattleik og knattspyrnu. Öll- um iðkendum félagsins á aldrinum 6-7 ára er skipt í 4 hópa þar sem þau fá að reyna sig í öllum greinum á einni og sömu æfingunni. Með hverjum hópi er hópstjóri sem sér um að færa iðkendur á milli íþróttagreina á korters fresti. I hverjum sal eru 2-4 þjálfarar sem taka á móti börnunum og sjá um æfingarnar. Valur hefur lagt áherslu á að á þessum æfingum eru færustu þjálfarar sem félagið hefur upp á að bjóða í þjáflun yngri flokka og eru yfirþjálfarar allra deilda á svæðinu til þess að taka þátt í þjálfuninni. Þetta verkefni hefur reynst vel í öðrum félögum og hefur farið vel af stað hjá okkur í Val það sem af er vetri. Verkefnið hefur fengið góðan hljóm- grunn foreldra í félaginu. Grunnhugmynd þessa verkefnis er sú að ungir iðkendur fái sem fjölbreyttasta hreyfingu sem á að veita iðkendum meiri hreyfigreind og skila félaginu betri íþróttamönnum í framtíðinni. Einnig er mikilvægt að bömin fái að kynnast sem flestum greinum svo að þau geti fundið íþróttagrein sem hentar þeirra áhuga sem best. Hugmynd- ir eru uppi að bæta inn fimleikum sem fjórðu íþróttagrein á fjölgreinaæfingar en fimleikar gefa mik- inn og góðan grunn fyrir- alla iðkendur íþrótta. í haust fór körfuknatt- leiksdeildin einnig í átak í fjölgun iðkenda á aldrin- um 6-9 ára og voru send út rúmlega 700 bréf til barna í hverfinu. Þess má geta að nokkur fjölgun hefur orðið á þessum aldri hjá körfuknattleiksdeild- inni sem rekja má bæði til bréfasendinga og svo fjöl- greinaæfinganna. Lárus Blöndal formaður KKD Vals. Ragnhildur Skúladóttir, yfirmaður barna- og ung- lingasviðs Vals. Næringardrykkurinn frá Herbalife, hugsanlega hollasta íþróttanæringin. Engar transfitusýrur, ekkert kólesteról, ekkert hveid og enginn hvítur sykur. Halldóra Ósk og Einar Orn www.heilsufrettir.is/newlife newlife@simnet.is Valsblaðið 2010 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.