Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 91
Sigmar Egilsson.Jyrirliði
Valsliðsins, skorar í bikarleik
gegn ÍR, 7. nóvember 2010.
Minnibolti 6-9 ára karla
Þjálfari: Björgvin Rúnar Valentínusar-
son.
í minnibolta 6-9 ára karla æfðu saman
hópur ungra drengja þar sem sumir voru
að stíga sín fyrstu skref í körfubolta.
Miklar framfarir urðu hjá strákunum
þennan veturinn og sást það helst á knatt-
raki, skotfærni og leikskilning þeirra.
Hópurinn tók þátt á þremur mótum. Sam-
tals voru 14 iðkendur að æfa með minni-
boltanum síðastliðinn vetur.
Minnibolti kvenna 6-11 ára
Þjálfari: Guðrún Sesselja Baldursdóttir.
í minnibolta kvenna voru stelpur 11
ára og yngri og voru alls 13 steipur sem
æfðu. Þátttakendum fjölgaði allan vetur-
inn en liðið var ekki skráð í íslandsmót.
Stelpurnar tóku þátt í þremur fjölliðamót-
um og var árangurinn mjög góður. Liðið
tók framförum frá móti til móts og í lok
tímabils leit framtíð kvennakörfunnar hjá
Val vel út. Ekki voru veitt einstaklings-
verðlaun í minniboita kvenna.
9.-10. flokkur kvenna ,
Þjálfari: Sigurður Sigurðarson.
9. flokkur hóf mót í b-riðli íslands-
mótsins og vann sig strax upp í a-riðil.
Stelpurnar féllu aftur niður í b-riðil og
var það eiginlega saga vetrarins þar sem
stelpurnar flökkuðu á milli riðla. í lok
móts voru stúlkurnar svo hársbreidd frá
því að vinna sér sæti í 4-liða úrslitum um
vorið en 4. stiga tap gegn Grindavík kom
í veg fyrir að sá draumur gæti orðið að
veruleika. 10. flokkur spilaði allan vetur-
inn í b-riðli íslandsmóts. I þrígang var
liðið jafnt tveimur öðrum liðum í 1.-3.
sæti riðilsins en komst aldrei upp í a-rið-
ilinn vegna stigamuns.
6 stúlkur úr 9-10. flokki voru valdar í
úrtak til U16 ára landsliðsins og var Sara
Dilja Sigurðardóttir sú eina af þeim sem
var valin í 12 mann hópinn og jafnframt
eini unglingalandsliðmaður Valsmanna
það árið.
9. flokkur
Leikmaður ársins: Margrét Ósk Einars-
dóttir
Mestar framfarir: Elsa Rún Karlsdóttir
Besta ástundun: Fanney Kjartansdóttir
10. flokkur
Leikmaður ársins: Sara Diljá
Sigurðardóttir
Mestar framfarir: Ragnheiður Benón-
ýsdóttir
Besta ástundun: Brynja Pálína Sigur-
geirsdóttir
Valsmaður ársins: Valsmaður ársins er
veittur þeim leikmanni sem skarað hefur
fram úr í félagsstörfum fyrir deildina. Að
þessu sinni var það leikmaður úr 10.
flokki, Víðir Sigurðsson sem hlaut sæmd-
arheitið Valsmaður ársins.
Einarsbikarinn: Verðlaun sem veitt eru
til minningar um Einar Örn Birgis voru
gefin í níunda sinn. Verðlaunin eru veitt
þeim leikmanni í yngri flokkum félagsins
sem valinn er efnilegastur. í ár hlaut Sara
Diljá Sigurðardóttir, leikmaður í 9.
flokki, þessi verðlaun.
Fjölgreinaæfingar
í vetur hefur Valur sett af stað tilrauna-
verkefni fyrir iðkendur á aldrinum 6-7
ára undir heitinu Fjölgreinaæfingar og
felur það í sér að einu sinni í viku er öll-
um iðkendum boðið upp á körfuknatt-
leik, handknattleik og knattspyrnu. Öll-
um iðkendum félagsins á aldrinum 6-7
ára er skipt í 4 hópa þar sem þau fá að
reyna sig í öllum greinum á einni og
sömu æfingunni. Með hverjum hópi er
hópstjóri sem sér um að færa iðkendur á
milli íþróttagreina á korters fresti. I
hverjum sal eru 2-4 þjálfarar sem taka á
móti börnunum og sjá um æfingarnar.
Valur hefur lagt áherslu á að á þessum
æfingum eru færustu þjálfarar sem
félagið hefur upp á að bjóða í þjáflun
yngri flokka og eru yfirþjálfarar allra
deilda á svæðinu til þess að taka þátt í
þjálfuninni. Þetta verkefni hefur reynst
vel í öðrum félögum og hefur farið vel af
stað hjá okkur í Val það sem af er vetri.
Verkefnið hefur fengið góðan hljóm-
grunn foreldra í félaginu.
Grunnhugmynd þessa verkefnis er sú
að ungir iðkendur fái sem fjölbreyttasta
hreyfingu sem á að veita iðkendum meiri
hreyfigreind og skila félaginu betri
íþróttamönnum í framtíðinni. Einnig er
mikilvægt að bömin
fái að kynnast sem
flestum greinum svo
að þau geti fundið
íþróttagrein sem
hentar þeirra áhuga
sem best. Hugmynd-
ir eru uppi að bæta
inn fimleikum sem
fjórðu íþróttagrein á
fjölgreinaæfingar en
fimleikar gefa mik-
inn og góðan grunn
fyrir- alla iðkendur
íþrótta.
í haust fór körfuknatt-
leiksdeildin einnig í átak í
fjölgun iðkenda á aldrin-
um 6-9 ára og voru send
út rúmlega 700 bréf til
barna í hverfinu. Þess má
geta að nokkur fjölgun
hefur orðið á þessum aldri
hjá körfuknattleiksdeild-
inni sem rekja má bæði til
bréfasendinga og svo fjöl-
greinaæfinganna.
Lárus Blöndal
formaður KKD Vals.
Ragnhildur Skúladóttir,
yfirmaður barna- og ung-
lingasviðs Vals.
Næringardrykkurinn frá Herbalife,
hugsanlega hollasta íþróttanæringin.
Engar transfitusýrur, ekkert kólesteról,
ekkert hveid og enginn hvítur sykur.
Halldóra Ósk og Einar Orn
www.heilsufrettir.is/newlife
newlife@simnet.is
Valsblaðið 2010
91