Valsblaðið - 01.05.2010, Page 95
Barnastarf
Skemmtilegar
Sumarbúðir í borg
Sumarbúðir í borg voru starfræktar í júní
og júlí og var þátttaka nokkuð góð. Sum-
arbúðunum var skipt niður í fjögur sjálf-
stæð tveggja vikna námskeið og reynt að
hafa dagskrána sem fjölbreyttasta. Flesta
daga var dagskrá háttað þannig að fyrir
hádegi voru alls konar leikir og sprell í
eða við Vodafonehöllina, þar sem börnin
fengu að kynnast mismunandi íþrótta-
greinum eins og öllum helstu boltagrein-
um og fimleikum. Á hverju námskeiði
komu gestakennarar frá Dansskóla Jóns
Péturs og Köru og kenndu dans. Ef veður
var gott var farið út á gras eða í portið á
bak við höllina þar sem búið var að mála
pógóvelli og parís. Eins og undanfarin ár
fengu krakkarnir heitan mat í hádeginu
frá Múlakaffi.
Eftir hádegi var oftast farið í ferðir eins
og Húsdýragarðinn, Árbæjarsafn, Hall-
grímskirkjuturn, siglingu í Nauthólsvík,
heimsókn í Landhelgisgæsluna og Lög-
regluna svo eitthvað sé nefnt. Auk þess
sem nánasta umhverfi Hlíðarenda var
nýtt eins og Öskjuhlíðin, Miklatún og
Hljómskálagarðurinn. í ferðum var gjam-
an farið í leiki og stundum grillaðir syk-
urpúðar.
Öllum sem að sumarbúðunum komu
fannst takast vel til og ekki var annað að
sjá á börnunum en þeim þætti gaman.
Með þökk fyrir sumarið
Frosti Sigurðarson skólastjóri
Sumarbúða í borg
Valsmenn - bestu Óskir um gleðileg jol og farsælt nýtt ár
i HLABBÆR
■ COLASA
§
vodafone
í búðinni fæst allur nauðsynlegur varningur til íþróttaiðkunar, Vals-
búningar og gallar frá Hummel ásamt ýmsum öðrum varningi eins
og derhúfum, treflum, Valsbrúsum o.fl. Hægt að merkja treyjurnar á
staðnum. í Valsbúðinni geta iðkendur, foreldrar og félagsmenn
græjað sig upp í rauða litnum, rækilega merktir félaginu okkar!
Búðin er opin milli kl. 16 og 18
á virkum dögum auk þess sem hún
er opin á stórum leikdögum.
Nánari upplýsingar á valur.is
Kuw . /