Valsblaðið - 01.05.2010, Page 103
Frábær ferö Valsara á
Shellmotiö í Eyjum 2010
f sumar, frá 23.-27. júní, fór stór hópur
Valsmanna í 6. flokki drengja í keppnis-
ferð á Shellmótið í Eyjum, stærsti hópur
frá VAL frá upphafi. Alls fóru 44 drengir
og 18 fararstjórar og þjálfarar, ásamt
ótöldum hópi foreldra með í ferðina sem
var hið mesta ævintýri frá upphafi til
enda fyrir drengina og okkur öll. Shell-
mótið 2010 er eitt það fjölmennasta frá
upphafi en í því tóku þátt yfir 1200 strák-
ar á aldrinum 9-10 ára en liðin voru 104
talsins úr 6. flokki alls staðar að af land-
inu.
Gríðarlega umfangsmikið mót
Shellmótið hefur verið haldið undir nafn-
inu Shellmótið síðan 1999 og er þetta því
11 árið sem það er haldið undir því nafni.
En mótið sjáift hefur verið haldið síðan
1984 var þá undir nafninu Tommamótið.
Þetta er því 26. mótið frá upphafi. A
svona stóru móti eins og Shellmótinu er
þörf á gríðarlegum fjölda sjálfboðaliða
og í Eyjum koma saman um 250-300
sjálfboðaliðar og starfsfólk sem segir
mikið um hvað mótið er umfangsmikið.
Við fararstjórarnir töluðum við eldri
konu sem sagðist hafa komið á mótið í
yfir 20 ár sem sjálfboðaliði en hún væri
reyndar búsett í Reykjavík en kæmi á
hverju ári til að hjálpa til ásamt því að
hitta vini og vandamenn úr Eyjum sem
líka væru margir sjálfboðaliðar á mótinu.
Þetta sýnir okkur hvað öflugt sjálfboða-
liðsstarf er mikilvægt og getur verið svo
skemmtilegt að fólk ferðast landshorn-
anna á milli til að gefa vinnu sína. Mót
einsog Shellmótið setur gríðarsterkan
svip á allt bæjarfélagið og snýst líf
margra bæjarbúa að miklu leyti um mót-
ið meðan á því stendur.
Fjölmennasti hópur fró Val frá
upphafi
Undirbúningur ferðarinnar byrjaði í vor
með fjáröflun enda mót af þessari stærð-
argráðu nokkuð kostnaðarsamt. Ferðin
sjálf byrjaði á því að við hittumst öll á
Reykjavíkurflugvelli því við tókum tvær
leiguvélar til fararinnar en smávægilegar
tafir urðu í byrjun ferðar og líka tösku-
ruglingur milli véla en það leystist far-
sæilega þegar báðar vélar voru lentar í
Eyjum. Drengirnir gistu að þessu sinni í
barnaskólanum og vorum við þar með
þrjár stofur undir hersinguna. Margir
strákanna voru svo spenntir að þeir gátu
með engu móti farið að sofa á tilsettum
tíma og einhverjir sofnuðu ekki fyrr en
langt eftir miðnætti. Daginn eftir
vöknuðu þeir allir sem einn mjög
snemma morguns til að fara að
spila og taka þátt í fjöri dagsins.
Valsmenn voru að þessu sinni
með sex lið á mótinu og hafa
aldrei verið svo mörg lið frá VAL
á þessu móti en við vorum eitt af
fjöimennustu liðum mótsins.
Leikirnir fóru fram á öilum fjór-
um völlum sem eru til f Eyjum,
en þeir heita Týsvöllur, Hásteins-
völlur, Þórsvöllur og Helgafells-
völlur. Sjálft mótið byrjaði
snemma á fimmtudeginum og
var liðunum skipt niður á
vellina og spiluðu drengirnir
á sínum völlum út mótið.
Sjálf setning mótsins fór
fram á fimmtudagskvöldið
og byrjaði með skrúðgöngu
frá skólanum og endaði á
Týsvelli þar sem boðið var
upp á ýmis skemmtilegheit,
s.s. listflugvél lék listir sínar
og boðið var upp á flugelda-
sýningu af
stærri gerð-
inni. Setn-
ingunni lauk
síðan með
boðhlaupi