Valsblaðið - 01.05.2010, Page 106

Valsblaðið - 01.05.2010, Page 106
Eftir Þónarin Björnsson guðfræðing Aðdragandinn vorið 1911 að stofnun Vals í tilefni aldarafmælis Vals á næsla ári Upphaf knattspyrnuiðkunar á íslandi er almennt rakin til skoska prentarans Jam- es B. Fergusson sem hóf vinnu hjá ísa- foldarpentsmiðju árið 1895. Hann tók að standa fyrir reglubundnum knattspyrnu- æfingum á óruddu svæði suðvestan gamla kirkjugarðarins við Suðurgötu, gjarnan nefnt Melar. Meðal þátttakenda var Olafur Rósenkranz sem þá kenndi íþróttir og leikfimi við Latínuskólann í Reykjavík (nú MR). Árið 1899 stofnuðu nokkrir reykvískir piltar með sér fótboltafélag sem löngu síöar var nefnt Knattspyrnufélag Reykja- víkur (KR). Færri vita að félag þetta var í júnímánuði 1900 beinlfnis innlimað í KFUM í Reykjavík. Félagið tók þá upp nafnið „Fótboltafjelag Kristilegs ung- lingafjelags", samþykkti félagslög og starfaði af þrótti um sumarið. Séra Frið- rik Friðriksson lagði þessu félagi marg- víslegt lið og Ólafur Rósenkranz var pilt- unum innan handar við æfingar.1 Ymsir ytri erfiðleikar urðu þess vald- andi að umrætt fótboltafélag flosnaði fljótlega frá KFUM og tók í raun ekki að braggast á ný fyrr en ný íþróttafélög á borð við ÍR, Fram og Víking fóru að láta að sér kveða um og eftir 1908. í kjölfarið jókst áhugi í Reykjavík á knattspyrnu verulega og svo sem vænta mátti smitaði hann sér í raðir ungra pilta sem tóku þátt í starfi unglingadeildar (UD) KFUM. Það varð upphaf þess að Valur hóf sig til flugs frá húsi KFUM við Amtmannsstíg. Knattleikni ot| brotnar rúður við Amtmannsstig I kringum 1910 fór að verða vinsælt að taka með sér einhverja tuðru á fundi í KFUM. 1 portinu á bak við hús félagsins við Amtmannsstíg sýndu menn gjarnan listir sínar fyrir eða eftir fundi og þótti leiðtoginn Loftur Guðmundsson áberandi liprastur í knattleikninni. Einn af félögum Lofts í KFUM, Hallur Þorleifsson, lýsir aðdraganda þessarar iðju svo: Astœðan til þess að við fórum að sparka knetti í KFUM-portinu mun vera sit að Vestur-íslendingur að nafni Ingólfur kom hingað, og hafði með sérfótknött, sem við fengum að nota, og þar með höfðum við fengið bakteríuna í okkur} Vorið 1911 urðu nokkur tímamót í knatt- fiminni þegar enn einn leiðtoginn í KFUM, Guðbjörn Guðmundsson, hafði fjárfest í alvöru fótbolta og tók hann með sér á fundi. Guðbjörn, sem var á 17. ald- ursári, vann um þær mundir í ísafoldar- prentsmiðju en á skrifstofunni þar starf- aði einnig Ólafur Rósenkranz leikfimis- kennari. Við gefum Guðbirni orðið: Eitt sinn bar það við, að við Ólafur vorum að taka til í herbergi einu í prentsmiðjunni, en íþessu herbergi var þá geymt skrifborð Jóns Sigurðs- sonar forseta. Þegar við vorum að laga til í kringum borðið og undir því, kom alt í einu fótknöttur veltandi undan borðinu. Atti Ólafur knöttinn, og var hann að vísu allslitinn, en þó sœmilegur? Þennan bolta falaði Guðbjörn til kaups og greiddi fyrir hann heilar tvær krónur að eigin sögn. Ekki dró hinn nýkeypti bolti úr áhuga piltanna í KFUM á spark- inu í portinu enda var hann bæði með- færilegri og skoppaði betur en tuðrurnar sem menn höfðu fram að því gert sér að góðu. Á hinn bóginn var knattleiknin ekki ætíð í réttu hlutfalli við kappsemina og sú náttúra boltans að skoppa hafði brátt dýrkeyptar afleiðingar í för með sér. Af og til brotnuðu rúður í félagshúsinu og þurfti þá að aura saman í nýjar rúður og setja þær í rammann á ný. Kom það oft í hlut Filippusar Guðmundssonar, síð- ar múrarameistara. Einu þessara atvika lýsir Filippus svo: Til dœmis um spellvirki þeirra félaga [úr UD KFUM] má nefita, að eitt. sinn, er Hans, uppeldissonur síra Friðriks Friðrikssonar, var að matast við eldhúsborðið á 1. hœð hússins, vissi hann ekki fyrri til en knöttur þeirra kom þjótandi gegnum gluggann og glerbrotunum rigndi ’ yfir matinn? Fdtboltafálag KFUM stofnað - með leyfi séra Friðriks Svo sem við var að búast veitti séra Frið- rik Friðriksson piltunum tiltal þegar rúðubrot gerðust tíð í portinu við Amt- Húts KFUM við Amtmannsstíg sem tekið var í nötkun árið 1907.1 því var stofn- fundur Vals haldinn í maí 1911 og í portinu við húsið æfðu menn fyrstu til- þrifin í knattleikni með misjöfnum árangri. Valsblaðið 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.