Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 109

Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 109
Með skemmtilegum stelpum sem allan keppa að sama marki Berglind Rós Ágústsdóttir en 15 ára og leíkur fotbolta meó 3. flokki og handbolta með 4. flokki Berglind eða Begga, er búin að æfa fót- bolta í 8 ár með Val en byrjaði að æfa fótbolta með strákunum í Víkingi þegar hún var að verða 7 ára. Hún ákvað að fara yfir í Val þegar hún fann að strákun- um fannst teiðinlegt að hafa stelpu í lið- inu. „Pabbi og mamma vildu að ég færi í Fram eða Val og að sjálfsögðu varð Valur fyrir valinu. Hver er helsti munurinn að æfa hand- bolta og fótbolta hjá Val? „Mér finnst starfið hjá fótboltanum vera mjög gott. Ég hef alltaf verið mjög heppin með þjálfara sem skiptir náttúrulega höfuð- máli þegar kemur að því að halda í unga leikmenn sem byrja að æfa hjá Val. Það var margt gert fyrir okkur í yngri flokk- unum sem haldist hefur upp í unglinga- flokk. Til að mynda var lengi vel valinn leikmaður mánaðarins, við gerum eitt- hvað félagslegt í hverjum mánuði sem hefur aðeins breyst eftir því sem við verðum eldri. Eftir leiki hefur þjálfari valið leikmann leiksins. Einnig gefur þjálfarinn hverri og einni umsagnir um hvernig við stöndum okkur og hvað við eða hún vill að við bætum. Þetta hefur hvetjandi áhrif og eflir leikmenn til dáða. Samheldnin utan sem innan flokksins er alveg ótrúleg og við þekkjumst orðið mjög vel og reynum að styðja og hvetja hverja aðra. Ætli ég myndi ekki segja að handboltinn mætti taka sér fótboltann svolítið til fyrirmyndar þegar kemur að starfi yngri flokkanna sérstaklega stelpnamegin. 1 báðum greinum er mikil metnaður lagður í það að fá sem bestu þjálfara, kröfurnar á æfingum eru þær sömu, þrekæfingar, hlaup og tækniæfing- ar. Snerpan og hraðinn er kannski stund- um meiri í handboltanum. Stuðningur foreldra? Þau hafa hvatt mig til að nota alltaf jákvætt hugarfar, aldrei að gefast upp og segja mér að gera alltaf mitt besta og kannski aðeins betur en það. En umfram allt að hafa gaman að því og bara öllu því sem ég tek mér fyrir hendur." Hvernig gengur ykkur í fótboita og handbolta? „Okkur gekk alveg geðveikt vel i fótboltanum. Unnum öll mótin nema eitt. Við enduðum sumarið á að fara saman til Dana Cup. Það mót unnum við en það sem stendur upp úr þar er þeg- ar við fórum og versluðum, böllin og náttúrulega að keppa úrslitaleikinn og vinna Dana Cup. I handboltanum gekk okkur ekki alveg eins vel en áttum góða spretti inn á milli. Ég hef farið á Partille Cup tvisvar með handboltanum og fyrir utan keppnina og böllin en þau voru frá- bær þá toppar Liseberg eða tívolíið alger- lega ferðirnar." Skemmtileg atvik úr boltanum? „Við í fótboltanum höfum oft tekið þátt í mótum en mér fannst ótrúlega gaman þegar ég fór í 6. flokki til Siglufjarðar. Það rigndi allan tímann og okkur langaði svo til að mag- arenna okkur í drullunni því við sögðumst bara fara í ískalda ána og þvo okkur á eft- ir. En það leist hvorki þjálfara né foreldr- um á svo Lea þjálfari lofaði okkur því að ef við myndum vinna mótið mættum við magarenna okkur í drullunni og að við mættum henda henni í ána. Þetta var hörð og skemmtileg keppni og við héldum okk- ur bara nokkuð hreinum miðað við aðstæður. En að sjálfsögðu unnum við mótið og fengum að magarenna okkur í drullunni. Síðan varð það kappsmál að ná í Leu og henda henni út í á.“ Fyrirmyndir í boltanum? „Ekki spurn- ing, allur meistaraflokkur kvenna í Val hvort heldur í fótbolta eða handbolta. Þó eru Dóra María og Katrín Jóns. mínar uppáhalds hér heima en toppurinn er Marta Vieira da Silva sem er mjög góð. Einnig Maradona, C. Ronaldo og Mezzi. I handboltanum eru það Guðjón Valur Sigurðsson og Hrafnhildur Skúladóttir." Framtíðardraumar? „Að verða afreks- íþróttamaður og góð fyrirmynd. Það styttist í að annaðhvort handbolti eða fót- bolti verði fyrir valinu en það mun ekki verða auðvelt þar sem þessar báðar íþróttagreinar eru svo frábærar.“ Valsarar í fjölskyldunni? „Helstu Vals- ararnir í minni fjölskyldu erum við syst- urnar en María Björg systir mín • er í marki hjá Val í fótbolta og leikur hand- bolta með Fram eins og mamma gerði, pabbi spilaði með Aftureldingu og bróðir minn er í Víkingi. I stórfjölskyldunni eru þekktir Valsarar en Magnús Blöndal Sig- urbjörnsson er frændi minn í föðurætt og hans systrasynir Magnús og Guðmundur Þórssynir eru gallharðir Valsarar. Magn- ús heitinn stofnaði t.d. sumarbúðir í borg og þjálfaði yngri flokka Vals eins og Sig- fús Sigurðsson.'1 Hver stofnaði Val og hvenær? „Friðrik Friðriksson stofnaði Val þann 11. maí árið 1911.“ Hvað finnst þér að Valur eigi að gera til að fagna 100 ára afmælinu? • Opið hús fyrir börn þar sem þau fá að kynnast öllum greinum íþrótta og að kynnarnir verði nafntogaðir Valsarar og líka ungir Valsarar sem hafa staðið sig vel með Val. • Opið hús fyrir dygga stuðningsmenn Vals unga sem aldna þar sem boðið verður upp á stóra Valstertu. • Skemmtileikir á milli kvenna og karla eða leikir þar sem kvk og kk er bland- að saman í lið í sömu aldursflokkum • Hátíðarborðhald fyrir alla þá sem vilja koma og styrkja Val og í leiðinni njóta þess að vera saman. Valsblaðið 2010 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.