Valsblaðið - 01.05.2010, Page 111
valsarar.isr dagskránni lokið
Eftirfarandi pistill er tekinn af valsarar.is og er frá því í
september sl. og birtur meö góðfúslegu leyfi höfundar
fslandsmótinu í knattspyrnu 2010 er lok-
ið. Valur endaði í 7. sæti á mótinu með 7
sigurleiki, 7 jafntefli og 8 tapleiki. Valur
vann þrjá heimaleiki þetta árið en aldrei
þessu vant lékum við 12 leiki á Voda-
fonevellinum. Velli sem hefur ekki verið
aflasæll fyrir karlaliðið á meðan kvenna-
liðið landaði þar sínum þriðja fslands-
meistaratitli. Þann leikvang þarf að gera
að alvöru heimavelli ef menn ætla að
stíga upp fyrir meðalmennskuna.
Aðrar helstu niðurstöður eru að Gunn-
laugur Jónsson er horfinn á braut sem og
stjórn knattspyrnudeildar með Börk Edv-
ardsson í broddi fylkingar. Við þeirra
hlutverkum hafa tekið þeir Kristján Guð-
mundsson með Frey Alexandersson til
aðstoðar og Friðjón Friðjónsson verður
væntanlega formaður knattspyrnudeildar.
Er þeim óskað góðs gengis á komandi
árum og vonandi tekst þeim að rífa karla-
liðið upp úr þeirri lágdeyfð sem einkennt
hefur það eftir að íslandsmeistaratitillinn
vannst.
Hvað þessa stuðningsmannasíðu varð-
ar þá er komin ákveðin þreyta í þetta hjá
okkur sem höfum sinnt henni. Vefsíðan
hóf göngu sína á haustdögum 2002 á lén-
inu valsarar.blogspot.com, varð síðar
valsarar.tk, svo valsarar.net og loks vals-
arar.is með tilheyrandi útlitsbreytingum.
Það hafa komið tímabil þar sem skrif hér
hafa legið niðri en nú er líklega komið
mál að linni.
Ef einhverjir hafa áhuga á að taka við
léninu má hafa samband við letríx@gma-
il.com eftir Tryggva Jónsson
Valsblaðið 1966
VALKYRJUR VALS
Það mun einsdæmi í íslenzkum handknattleik, að kvennaflokkur færi félagi sínu
þrjá bikara til eignar á sama árinu. Þetta gerðu handknattleiksstúlkur Vals í ár:
íslandsbikarinn inni unninn 3 ár í röð.
íslandsbikarinn úti unninn 3 ár í röð.
Reykjavíkurbikarinn unninn 3 ár í röð.
Hér er ekki um neina heppnissigra að ræða, hér eru yfirburðir eins og eftirfarandi
tölur sýna: Þær hafa leikið 37 leiki, unnið 36 og tapað einum. Þær hafa skorað 426
mörk gegn 207.
Á þessari sigurstundu megum við ekki gleyma því, að stúlkurnar hafa ekki staðið
einar á þessari sigurgöngu, þær hafa haft Þórarin (Eyþórsson þjálfara) þétt sér við
hlið og hann hefur leitt þær ákveðið, öruggt og miskunnsamt eftir þessari vandröt-
uðu leið. Frímann Helgason
valsblaðið 2010
111