Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 112
Valshópurinn og gestgjafar frá
IA á íþróttaljósmyndasýningunni
Á vegum fulltrúaráðs Vals er unnið mik-
ið félagslegt starf sem er að flestu leyti
til fyrirmyndar. Yfir veturinn eru mánað-
arlega haldnir fundir þar sem góðir gestir
koma í heimsókn, s.s. formenn íþrótta-
deilda Vals og þjálfarar sem gera grein
fyrir starfinu í meistara- og yngri flokk-
um þeirra iþróttagreina sem stundaðar
eru innan Vals. Fulltrúaráðið gengst fyrir
skákmóti Vals, bridgemóti og búið er að
endurvekja golfmót Vals með glæsibrag.
Þá hefur að undirlagi fulltrúaráðsins ver-
ið komið á fót minjanefnd Vals og fleira
er á prjónunum.
Laugardaginn 2. okt. sl. lagði hópur
Valsmanna land undir fót og hélt til Akra-
ness. Ferðin var skipulögð af formanni
fulltrúaráðs Vals, félagsmálatröllinu Hall-
dóri Einarssyni. Einn aðal tilgangur ferð-
arinnar var að gefa minjanefnd Vals tæki-
færi til að skoða tvær sýningar á Akranesi
sem tengjast starfi nefndarinnar, en það er
eins og nafnið gefur til kynna varðveisla
á myndum, munum og minjum sem tengj-
ast sögu Vals. Öðrum félögum í fulltrúa-
ráðinu var og boðin þátttaka í ferðinni.
Troðfull rúta, að vísu lítil, lagði af stað frá
Valsheimilinu að Hlíðarenda, vel fyrir
hádegi á fallegum degi. Ákveðið var að
aka Hvalfjörðinn sem var vel til fundið
því eftir tilkomu Hvalfjarðarganga fara
menn æ sjaldnar um þennan fallega fjörð.
Sá sem þessar línur ritar á þó blendnar
minningar um Hvalfjörðinn. Bílveiki
bernskuáranna kom upp í hugann, bæði á
leiðinni í Vatnaskóg og í leiki með Val á
Akranesi þar sem maður var stundum
ekki búinn að jafna sig af bílveikinni fyrr
en í sturtunni eftir leik. Og þá var heim-
ferðin framundan.
Fyrsta stopp á Akranesi var á fallegu
heimili Haraldar Sturlaugssonar og frú
Ingibjargar Pálmadóttur. í húsinu er
fjöldi muna og mynda sem tengjast sögu
HB (Haraldar Böðvarssonar). Þetta
magnaða safn sýnir vel þróun sjávarút-
vegs á Islandi, einkum á Akranesi og í
Sandgerði í 100 ár. Það var vel til fundið
að hefja heimsóknina á þessum stað;
móttökur þeirra heiðurshjóna Haraldar
og Ingibjargar voru einstakar. Þau voru
bæði hlý og skemmtileg og veitingar
góðar. Við þökkuðum fyrir okkur að sið
Valsmanna og þar var þáttur Lalla Lofts.
mestur og bestur. Hann gerði sér lítið fyr-
ir og söng til frú Ingibjargar, „Besame
mucho“ með þvflfkum bravör að betur
verður ekki gert um hádegi á laugardegi,
innanhúss, án atrennu og að viðstöddu
fjölmenni.
Næst lá leið okkar á magnaða íþrótta-
ljósmyndasýningu ÍA sem Haraldur og
þeir feðgar Helgi Daníelsson og Friðþjóf-
ur Heigason eiga mestan heiður af að
koma upp. Þar kennir margra grasa og
gaman að sjá hve mikla vinnu Skaga-
menn hafa lagt í að finna gamlar myndir
og skrásetja nöfn þeirra sem á myndun-
um eru. Sýning þessi er til mikillar fyrir-
myndar og aðstandendum til sóma. Á
sýningarstaðnum var talsverður hópur
Skagamanna sem heiðruðu okkur Vals-
menn með nærveru sinni í tilefni heim-
sóknarínnar. Meðal annarra voru á staðn-
um stórspilararnir Ríkharður Jónsson,
Guðjón Finnbogason, Helgi Björgvins-
son, Þröstur Stefánsson, Jón Gunnlaugs-
son, Matthías Hallgrímsson (íslands-
meistari með Val 1980) og Helgi Daní-
elsson, Skagamaðurinn með Valshjartað.
Veitingar voru til fyrirmyndar og að lok-
inni stuttri ræðu Halla Sturlaugs., þakk-
aði Dóri Einars. fyrir okkur og að sjálf-
sögðu sungum við Valsmenn léttir í lund
fyrir gestgjafa okkar og síðan tóku menn
höndum saman og sungu Kátir voru karl-
ar að hætti hússins, Valsmenn og Skaga-
menn arm í arm, andstæðingar á velli en
bræður í boltanum. Ógleymanleg stund.
Síðasta stopp heimsóknarinnar var við
Iþróttasafn Islands sem er til húsa á Safn-
asvæðinu Görðum á Akranesi. Þar röltu
menn um, skoðuðu minjasafnið og rifj-
uðu upp íþróttasöguna. Mesta athygli
vöktu fótspor í gólfinu sem sýna magnað
þrístökk Vilhjálms Einarssonar frá
Ólympíuleikunum í Melbourne þar sem
kappinn setti Ólympíumet, 16.26 m sem
stóð í 1-2 klst. og tryggði honum silfur-
verðlaun á ÓL.
Að lokinni skoðun á þessu merka safni
fengu menn sér súpu á veitingastað
Safnasvæðisins og svo þakkaði formaður
fulltrúaráðsins Skagamönnum enn einu
sinni fyrir aldeilis frábærar móttökur og
að beiðni formanns kvaddi undirritaður
Akranes með söng; „Tondeleyo“ eftir
Valsmanninn Sigfús Halldórsson og við-
staddir tóku viljann fyrir verkið. Takk
fyrir það.
Heimferðin var tíðindalítil og ferðalok
tímanlega fyrir kvöldmat. Eftir situr
minning um ánægjulegan dag og ég
þakka ferðafélögunum fyrir samveruna
og Skagamönnum fyrir ógleymanlegar
móttökur, vinsemd og hlýju.
Reykjavík á aðventu 2010, með íþrótta-
kveðju
Hörður Hilmarsson, Fulltrúaráði Vals
112
Valsblaðið 2010