Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 119

Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 119
Minning Jóhannes Bergsteinsson fæddun 3. janúar 1912 dáinn 10. desember 2010 Kveðja (rá Knattspyrnufélaginu Val Með Jóhannesi Bergsteinssyni heiðurs- félaga í Val er einn af mætustu sonum félagsins fallinn frá. Frá því að Valur var stofnaður fyrir hart nær öld hafa heiðurs- félagar í Val verið ellefu en með Jóhann- esi eru þeir nú allir fallnir frá. Að hlotnast nafnbótin „heiðursfélagi“ er æðsta við- urkenning sem einstaklingi hlotnast inn- an félagsins og þá nafnbót bera aðeins þeir félagar okkar sem með óeigingjörnu starfi hafa lagt gjörfa hönd að uppbygg- ingu félagsins. Jóhannes var jafnaldri Vals og samleiðin því löng og farsæl jafnt inn- an vallar sem utan. Þegar saga Vals er skoðuð kemur nafn Jóhannesar oft upp og þá í tengslum við góða sigra og gjöf- ult starf fyrir félagið. Jóhannes lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 1929, þá 17 ára. Hann þótti leikinn og útsjónarsamur og varð sjö sinnum Islandsmeistari á ferli sínum. Væntanlega er eftirminnilegasti titillinn sá fyrsti sem Valur vann í meist- arflokki, en það var árið 1930 og skor- aði Jóhannes bæði mörk Vals í 2:1 sigri á KR. Með þessum sigri rættist langþráð- ur draumur Valsmanna. Jón Sigurðsson, þá formaður Vals, lýsti stundinni síðar: „... minnistætt verður mér sigurmarkið, sem Jóhannes skoraði, ekki aðeins fyr- ir það að það gerði út um leikinn, heldur af því hve snilldarlega það var gert. Hann fékk langa sendingu frá hægri kanti fram og inn undir vítateiginn. Jóhannes sér hvar knötturinn muni koma niður, hleyp- ur þangað í áttina að marki KR og áður en knötturinn snertir völlinn, fleytir Jóhann- es honum viðstöðulaust með fastri spyrnu inn í netið.“ í mörg ár lét Jóhannes að sér kveða, jafnt innan vallar sem utan. Hann kom víða við sögu og m.a. var hann í fyrstu lands- liðsnefnd Islands í knattspyrnu. Jóhannes lagði hart að sér og uppskar eftir því, Hann var atorkumaður og hafði mikinn metn- aðJóhannes var í forystusveit þeirra sem stóðu að kaupunum á félagssvæði Vals að Hlíðarenda. Hann var óþreytandi elju- og athafnamaður á félagssvæði Vals og sá m.a. um múrverk þegar gamla íþróttahúsið að Hlíðarenda var byggt. Nafn Jóhannesar Bergsteinssonar heið- ursfélaga í Val er skráð með gylltum stöf- um í sögu félagsins. Guð blessi minningu einstaklega góðs félaga. Valsmenn votta aðstandendum Jóhannesar innilegrar sam- úðar um leið og við þökkum fyrir áratuga langa farsæla vegferð að Hlíðarenda. f.h. Knattspyrnufélagsins Vals Hördur Gunnarsson formaöur Jón G. Bergmann fyrrv. aðalféhirðir (æddup 31. október 1920 dáinn 22.návembep 2010 Kveðja (rá Knattspyrnuíélaginu Val Jón G. Bergmann var fæddur á Eyrar- bakka þann 31. október 1920 og lést þann 22.nóvember 2010. Foreldrar hans voru þau Andreas S.J. Bergmann og Guðmunda Bergmann. Árið 1925 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Andreas byggði hús að Ljósvallagötu 24. Andreas faðir Jóns var fljótt eftir flutn- inginn til bæjarins kallaður til félagsstarfa fyrir Val , og þó að hann væri ekki keppn- ismaður í íþróttum stundaði hann alla tíð líkamsrækt eins og sund og skíðagöng- ur og síðustu árin badminton, allt fram á níræðisaldur. Æskuheimili Jóns stóð rétt um hans var algengt að vinir föður hans úr Val kæmu í kaffi á Ljósvallagötuna eft- ir kappleiki. Jón æfði og keppti með yngri flokkum Vals í knattspyrnu og handbolta, en á fullorðinsárum var hann endurskoð- andi ársreikninga Vals og sat í fulltrúaráði félagsins. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1940 og fékk fyrst vinnu sem vallarvörður á Melavellin- um þar sem hann átti mikil samskipti við breska hermenn sem æfðu þar knattspyrnu á daginn. Árið 1941 réðst hann sem gjald- keri til embættis Tollstjórans í Reykjavík, en árið 1953 var hann ráðinn aðalgjaldkeri Iðnaðarbanka fslands h.f., þar sem hann starfaði þar til hann fór á eftirlaun. Jón starfaði mikið að félagsmálum, var félagi í Oddfellovvreglunni, Karlakór Reykjavíkur, þar sem hann var formaður og sat í stjórn Sambands ísl. bankamanna, ásamt ýmsum öðrum félagsstörfum. Jón var kvæntur Ágústu Jónasdóttur Berg- mann og eignuðust þau 5 börn. A.B. Valsblaðið 1969 TÖPIN Á FÆRIBANDI Meistaraflokkur karla í Val (hand- knattleik) hefur lengi verið stjórnar- mönnum félagsins torráðin gáta. Ástæðan til þess hefur fyrst og fremst verið sú, að leikir flokksins, hafa um mörg undanfarin ár verið svo misjafn- ir að gæðum, það þurft hefur hálf- gerða dulspekinga til þess, að spá fyr- ir um úrslit leikja. Á síðastliðnu ári tókst flokkum að sigra á Reykjavíkur- mótinu og virtist nú áðurnefnd gáta að vera að leysast á ljómandi skemmti- legan hátt. En Adam stóð ekki lengi við. Töpin komu á færibandi í íslandsmótinu. Tóti og Co. sáu, að eitthvað varð að gera til þess, að fá úr því skorið hvort flokkurinn ætlaði að vera lið eða véfrétt. Ákveðið var að senda flokkinn til framandi landa, því að ekkert er vænlegra til eflingar keppnisliði, bæði félagslega og vegna þeirrar reynslu, sem fæst í slíkum ferðum. við gamla Melavöllinn, og á uppvaxtarár- Amtsbókasafnið á Akureyri Valsblaðið 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.