Búnaðarrit - 01.01.1958, Síða 244
242
BÚNAÐARRIT
Hrútastofninn í Ljósavatnshreppi er, eins og á und-
anförnum sýningum, bctri en í öðrum hreppum sýsl-
unnar vestan Skjálfandafljóts. Margir hrútarnir eru
ágætlega holdgóðir og þolslegir, en milcið vantar á, að
margir þeirra séu nógu lágfættir, og flestir þeirra
hafa of grófa ull, og sumir eru of gulir á ull.
Bárðdælahreppur. Sýningin var ágællega sótt austan
Fljóts og sæmilega vestan þess. Alls voru sýndir 73
hrútar, 46 tveggja vetra og eldri og 27 veturgamlir.
Þeir voru mun þyngri til jafnaðar en á næstu sýn-
ingu á undan, einkum þeir veturgömlu, sem nú
vógu að meðaltali 81.2 kg, en 1953 aðeins 72.8
kg. Fyrstu verðalaun hlutu 24 hrútar fullorðnir, sem
vógu 109.6 kg, og 8 veturgamlir, sem vógu 83.2 kg
að meðaltali. Hrútarnir vestan Fljóts eru af vest-
firzkum uppruna. Þeir eru mjög misjafnir að gæðum,
fáir vel vaxnir, en sumir mjög vænir. Þessir voru
beztir: Fífill, Kollur, Smiður og Hnykill allir á Ból-
stað, Haki á Mýri og Spakur á Litlu-Völlum. Þeir eru
allir kostamiklir, en sumir of stórir. Austan Fljóts
voru hrútarnir mun jafnbetri, en þó sumir lélegir.
Af þriggja vetra og eldri hrútum, báru af í lækkandi
röð: Hnakki í Víðikeri, Stubbur á Sigurðarstöðum, örn
á Arnarstöðum, Prúður á Lundarhrekku og Svanur
á Jarlsstöðum. Tveir þeir fyrstu eru keyptir frá Hóli
i Kelduhverfi, og sá þriðji er einnig úr Kelduhverfi.
Beztu tvævetlingarnir voru Hnöttur á Sunnuhvoli,
sonur Stubbs á Sigurðarstöðum, Víðir á Iíálfborgará,
Bótviður og Viðir á Lundarbrekku, allir synir Trölla
í Víðikeri, og Funi á Bjarnastöðum. Af veturgömlu
hrútunuin voru þessir beztir: Víkingur í Víðikeri,
sonur Trölla, Smári Sigurgeirs á Lundarbrekku frá
Sigurðarstöðum, sonur Stubbs og Gulur Guðrúnar á
Lundarbrekku, sonur Bata. Þessir hrútar, sem hér eru
taldir, eru yfirleitt prýðilega gerðir, flestir lágfættir
og holdþéttir, sjá töflu A. Trölli í Víðikeri hefur reynzt