Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 441
BÚNAÐARRIT
439
haus og fótum með vel hvíta, en ekki mikla ull. Herð-
ar eru prýðilega ávalar, holdfylling afburðagóð aftan
við bóga og rifjahvelfing út frá hrygg frábær. Bringa
er yfirleitt breið og ágætlega löguð. Bakið er breitt,
sterkt og framúrslcarandi holdmikið og þéttholda,
malir vel þaktar og lærahold góð. Veturgömlu hrút-
arnir hlutu allir I. verðlaun og voru allir góðar kind-
ur. Lambhrútarnir voru góð hrútsefni. Ekki lágu fyrir
upplýsingar um afurðagetu dætra Ivols, svo að ekki
var talið hægt að veita honum I. verðlaun fvrir af-
kvæmi, þólt hann stæði nærri þeim.
Kolur hlaut 11. verdlaurt fijrir afkvæmi.
C. Kóngur, eigandi Halldór Sigvarðsson, Brú, er þar
heimaalinn. Ætt: F. Mörður Gunnlaugs á Eiríksstöð-
um, M. Fræna, Mf. Gils frá Gunnari á Arnórsstöðum,
Mm. Fræna. Afkvæmi Kóngs eru hyrnd, hvít, ígul á
haus og fótum, ull hvít, sæmileg að magni og gæð-
um. Haus er sterklegur, herðar breiðar, en í grófara
lagi á sumum, og lioldfylling er tæplega næg aftan
við bóga, bak breitt, afburða sterkt og holdgott, en
háþorn fullhá. Holdfylling er sæmileg á mölum og í
lærum. Bringa og útlögur ágætar. Afkvæmin eru með
afbrigðum sterkbyggð og vaxtarmikil, en sum full-
grófbyggð.
Kóngur hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Fellahreppur.
Sýnd voru 1 hrútur og 1 ær með afkvæmum, sjá
töflur 19 og 20.
Tafla 19. Afkvæmi Bjarts 6 á Ormarsstöðum.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Bjartur 6, 5 v. .. 125.0 116.0 83 33 26.0 130
Synir: 3 hrútar, 2 v 98.7 108.0 79 32 25.0 133
2 hrútar, 1 v 87.5 105.5 77 32 24.0 130
4 lirútl., einl 46.2 84.2 68 30 20.0 124