Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 440
438
BÚNAÐARRIT
1 2 3 4 5 6
C. Faðirinn: Kónsur, 5 v. . . 111.0 112.0 86 37 27.0 135
Synir: 2 hrútar, 2 v 100.5 110.0 83 36 26.0 132
3 hrúth, einl 54.3 88.3 70 33 22.0 124
1 hrútl., tvíl 54.0 85.0 69 31 21.0 121
I)ætur: 8 œr, 2 og 3 v., 1 tvil. 68.5 97.2 74 32 22.1 127
2 ær, 1. v., geldar .. 64.0 96.0 73 34 22.0 128
7 gimbrarl., einl. .. 46.7 84.1 - - 21.2 121
A. Mörður, eigandi Sigvarður Pétursson, Brú, er
keyptur frá Möðrudal og var sýndur þar haustið 1953,
en hét þá Kóngur. Ætt: F. hrútur i Möðrudal, Ff.
Kolur frá Stefaníu á Eiríksstöðum, M. Gul. Mörður er
dugnaðarkind og endist ágætlega. Afkvæmi Marðar
eru öll hyrnd, hvít, flest kolígul á haus og fótum. Ull
er fremur gróf og of gul á mörgum afkvæmanna, en
sæmilega mikil. Annar veturgamli hrúturinn hlaut I.
verðlaun, enda ágætlega gerður, nema hvað herðar
eru í grófara lagi. Hinn hlaut II. verðlaun, en stóð
nærri I. verðlaunum. Hin afkvæmin voru hins vegar
framúrskarandi vel gerð með ávalar herðar, ágæta
holdfyllingu aftan við bóga, skínandi vel holdfyllt bak,
og læri og malir afburða vel holdfyllt. Fætur eru yfir-
leitt stuttir, sterklegir og rétt settir. Bringa er í styttra
lagi á einstaka afkvæmi, en fullmjó fram á sumum,
en rifjahvelfing ágæt. Lambhrútarnir voru frábær
hrútsefni. Þess má geta, að ær þær, sem Mörður hef-
ur verið notaður á, hafa verið skínandi vel gerðar,
og má vera, að það hafi ráðið miklu um kosti af-
kvæmanna. Óvíst er um afurðagetu dætra Marðar og
þótti því varhugavert að veita honum I. verðlaun fyrir
afkvæmi, enda þótt ærnar og lömbin undan honum
gæfu fullt tilefni til þess.
Mörðnr lxlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Kolur, éigandi Halldór Sigvarðsson, Brú, er þar
heimaalinn. Ætt: F. Mörður Gunnlaugs á Eiríksstöð-
um, M. Bláma. Afkvæmi Kols eru hyrnd, hvít, ígul á