Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 255
BÚNAÐARRIT
253
meðaltali. Fyrstu verðlaun hlutu 49 hrútar, 30 full-
orðnir og 19 veturgamlir. Þeir fyrrnefndu vógu til
jafnaðar 109.0 kg og þeir siðarnefndu 92.8 kg. Sýn-
ingin í Holti var ein sú glæsi'.egasta, sem ég hef verið
dómari á. Fegurð hrútanna, vænleiki og kynfast svip-
mót hlýtur að hrífa hvern þann, sem hefur ánægju af
sauðic og smekk fyrir gott fé. Þó má ekki skilja orð
mín svo, að ekki sé hægt að finna að þessum hrútum.
Við nákvæma skoðun kemur ýmislegt í ljós, scm auð-
velt er að gagnrýna, en flest er það fremur smávægi-
legt. Á þessari sýningu voru nokkrir hrútar og meðal
ánnars frá bændum í Sauðfjárræktarfélaginu Þistli,
sem voru svo gallaðir á vöxt og holdafar, að ekki var
unnt að veita þeim I. verðlaun. Bar nú aðeins meira
á því en á undanförnum sýningum í Holti, að sumir
hrútarnir væru fullgrófbyggðir og ekki nógu hold-
þéttir í lærum. Á sýningunni í Holti var beztu hrút-
unum í hverjum aldursflokki raðað þannig í lækkandi
röð: Veturgamlir: Draupnir, 90 kg, sonur Hnattar
60, djásn að gerð, Fróði, 95 kg, sonur Kraka 57, óað-
finnanlegur að allri gerð, Dofri, 100 kg, sonur Pjakks
31, metfé, allir í Holli, Tumi á Syðra-Álandi, 94 lcg,
sonur Drafnars 67, Hnokki, 95 kg, sonur Freys 50, og
Tumi, 89 kg, sonur Fífils 69, báðir í Laxárdal, og
Toppur í Holti, sonur Loga 56. Þessir hrútar og
fleiri veturgamlir eru prýðilegir einstaklingar. Tvæ-
vetrir: Lokkur, 111 kg, á Syðri-Álandi frá Holti, son-
ur Hnattar 60, lýtalaus, Spakur, 106 kg, í Laxárdal, frá
Holli, sonur Sóma 61, metfé, Hringur, 114 kg, Gunnars
á Gunnarsst., sonur Fengs 64, ágætlega gerður, Víking-
ur í Hvammi, 102 kg, sonur Hnattar 60 í Holti, Kóng-
ur, 116 kg, í Holti, líka sonur Hnattar 60 og Frosti,
95 kg, í Laxárdal, sonur Freys 50. Þriggja vetra og
eldri: Hnöttur 60 í Holti frá Syðra-Álandi, sonur
Roða 36 og Blíðu 101, Logi 56 í Holti, sonur Pjakks
31 og Bangar 889, sem var dóttir Pjakks 31, Vöggur