Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 476
474
BÚNAÐARRIT
A. Grárti 10, eigandi Þorvaldur Sigurjónsson, Núpa-
koti, hlaut I. verðlaun sem einstaklingur 1955, en nú
aðeins II. verðlaun. Hann var keyptur lamb frá Skála-
vík í Reykjarfjarðarhreppi. Hann er á takmörkum
miili I. og II. verðlauna, er nokkuð háfætlur, hefur
sterkar en nokkuð grófa byggingu, vel framsetta
bringu, en fullútskotalitla aftur. Bakið er mjög sterkt,
malir nokkuð brattar, lioidafar allgott, en lærvöðvar
ná of stutt niður á legginn. Afkvæmin líkjast föðurn-
um allverulega, en þó ber ekki minna á göllum bans
í þeim en á honum sjálfum. Báðir veturgömlu brút-
arnir hlutu II. verðlaun, en annar þeirra, Goði, er
líklegur til þess að ná I. verðlaunum síðar. Tvö hrút-
lömbin eru sæmileg hrútsefni. Dæturnar eru vænar
og dugnaðarlegar, en sumar ekki nógu holdmiklar á
baki, mölum og í lærum.
Gráni 10 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Geisli 1, eigandi Tómas Jónsson, Skarðshlíð, var
keyptur Iamb frá Kálfavík í Ögurhreppi. Hann hlaut
I. verðlaun sem einstaklingur 1955 og aítur nú, og
í þetta sinn stóð hann 2. í röð fullorðinna hrúta í
hreppnum, enda er hann metfé að vænleika og gerð.
Hann er hvítur, kollóttur, hefur mikla og framstæða
bringu, ágætlega sterkt og holdgróið bak, lioldgóðar
malir og mjög vel vöðvuð læri, enda er hann lágfætt-
ur. Hann hefur mikla, en fullgrófa ull. Afkvæmin
líkjast föðurnum, en eru þó ekki nógu jafnkostamikil.
Þau eru væn, hafa myndarlegt höfuð og stutta, svera
og rétt setta fætur. Veturgömlu hrútarnir eru afburða
vænir og vel gerðir, enda skipuðu þeir 1., 2. og 3.
sætið í röð kollóttu, veturgömlu hrútanna á sýning-
unni í hreppnum og hlutu allir I. verðlaun. Lamb-
hrútarnir eru ekki nógu álitleg hrútsefni, nema annar
þrílembingurinn. Ærnar, dætur Geisla, eru, að einni
undanskilinni, ágætlega gerðar og líkjast föðurnum