Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 381
BÚNAÐARRIT
379
Tala DilkaUjöt
Tala lamba eftir á,
Nafn, lieimili og félag áa að hausti kg
15. Jón G. Jónsson, Broddanesi, Sf. Fellshrepps, Strand 18 30 30.48
16. Friðrik Magnússon, Bragliolti, Sf. Vísir, Arnarneshreppi, Eyf 16 29 30.46
17. Hjalti Sigurhjörnsson, Kiðafelli, Sf. Kjósarhrepps, Kjós 8 14 30.40
18. Halldór Sigvaldason, Gilhaga, Sf. Oxarfjarðarhrepps, N.-Idng 24 44 30.38
19. Jón Jónsson, Melum, Sf. Hrútfirð- inga 18 31 30.26
20. Guðm. R. Árnason, Drangsnesi, Sf. Kaldrananeshrepps, Strand 19 37 30.11
21. Karl Aðalsteinsson, Smáliömrum, Sf. Kirkjubólshrepps, Strand 75 120 30.06
Eins og skráin ber með sér framleiddi 21 félags-
maður yfir 30 kg af dilkakjöti að meðaltali eftir
hverja á sína i fjárræktarfélagi árið 1955—1956, en
árið áður náðu aðeins 9 félagsmenn þessu marki. Nú
hefur Sölvi Jónsson, bóndi á Sigurðarstöðum, for-
ustuna. Ær hans, 21 að tölu, skiluðu 35.11 kg af
dilkakjöti að meðaltali, sem eru frábærar afurðir. Þær
skiluðu alls 41 lambi. Þarna virðist fara saman frjó-
semi og mjólkurlagni ánna annars vegar og góð fóðr-
un og miklir landkostir hins vegar. Samt mun sauð-
land á Sigurðarstöðum sízt betra en á mörgum öðrum
jörðum í Bárðardal. Ég hef ekki séð ærstofn Sölva,
en á seinni árum hefur Sölvi lagt sig fram um að
útvega sér sem allra bezt gerða hrúta, í senn hold-
þétta, þykkvaxna og lágfætta. Lömbin hans þetta ár
eru því nær öll undan Stubb, ágætum hrút frá Hóli
í Kelduhverfi. Næstur í röðinni var Héðinn Höskulds-
son, Bólstað í Bárðardal. Hann álti líka 21 á í fjár-
ræktarfélagi og skiluðu þær 33.95 kg af dilkakjöti til
jafnaðar. Sá þriðji í röðinni var Valdimar Ivrist-
jánsson, Sigluvík á Svalbarðsströnd. Hann átti 12 ær