Búnaðarrit - 01.01.1958, Síða 438
436
BÚNAÐARRIT
H. Eijrarrós 1069, eigandi Þórarinn Kristjánsson,
Holti. F. Fífill 24, M. Rjúpa 502, er bæði hlutu I. verð-
laun í'yrir afkvæmi, sjá um ættir þeirra í Búnaðar-
ritinu, (54. árg., bls. 234—235 og 239—240. Afkvæmin
eru hvít, hyrnd, gul á haus og fótum og tvær ærnar
of gular í hnakka. Sum afkvæmin eru í háfættara lagi,
hafa ágæta bringu og útlögur og eru yfirleitt holdgóð,
en þó varla nógu vöðvafyllt upp í krikann. Afkvæmin
eru mjög væn nema lambið, sem er þrílembingur, sjá
töflu 17 H. Veturgamli hrúturinn hlaut I. verðlaun
og stóð 8. i röð jafnaldra sinna í hreppnum. Eyrarrós
er frjósöm og mjólkurlagin. Hún hefur þrisvar verið
tvílembd og einu sinni þrílembd. Tvílembingarnir
hafa vegið til jafnaðar á fæti 41.(5 kg og þrílembing-
arnir til samans 84 kg.
Eyrarrós 1069 hlaut II. verSlaun fyrir afkvæmi.
I. Álft 938, eigandi Þórarinn Kristjánsson, Holti, er
alsystir Eyrarrósar 1069. Afkvæmi Álftar eru hvít,
hyrnd, hvít á haus og fótum og hafa góða alhvíta ull.
Sonurinn, Bliki á Egilsstöðum, er prýðilegur I. verð-
launa hrútur. Ærnar eru hver annarri betri, i senn
rígvænar, vel vaxnar, holdmiklar og frjósamar. Kyn-
festa afkvæmanna er mjög mikil. Álft hefur 4 sinn-
um verið tvílembd og tvisvar einlembd. Einlembing-
arnir, hrútur og gimbur, hafa vegið til jafnaðar 46.5
kg, en tvílembingarnir, 3 hrútar og 5 gimbrar, 36.5 kg.
Álft er því ekki nema meðalmjólkurær.
Álft 938 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
./. Skrugga 769, eigandi Ingiríður Árnadóttir, Holti.
Skrugga var sýnd með afkvæmum 1955 og lilaut þá
I. verðlaun fyrir þau, sjá ætt og afkvæmalýsingu í
Búnaðarritinu, 69. árg., bls. 409. Afkvæmi liennar nú
eru frábær að vaxtarlagi, lioldafari og gjörvuleika.
Þau bera með sér mikla kynfestu. Skrugga hefur