Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 492
490
BÚNAÐARRIT
E. Garður lk, eigandi Óskar Indriðason, Ásatúni,
var keyptur lamb frá Halldóii Árnasyni í Garði i
Mývatnssveit. Afkvæmin eru hyrnd, flest hvít á haus
og fótum, væn, nokkuð grófbyggð, en þó flest hold-
góð. Þau eru bollöng, hafa mörg of grófar herðar,
en eru þróttleg og ærnar miklar afurðaær. Veturgömlu
hrútarnir hlutu I. verðlaun, eru þungir, en ekki að
sama skapi jafnvaxnir. Lambhrútarnir eru álitleg
hrútsefni. Kynfesta Garðs er mikil.
Garður Í4 hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.
F. Hringur 17, eigandi Böðvar Guðmundsson, Efra-
Seli, var keyptur lamb frá Guðrúnu Sigurgeirsdóttur
á Helluvaði. Hringur er jötunvænn, hefur hreiða,
framsetta l)ringu, víðan hrjóstkassa, ávalar, en þó
nokkuð háar herðar, sterkt, holdgróið bak, vel hold-
fylltar malir og allgóð læri. Hann hefur sveran haus
og sterklega, vel setta fætur og er gulur aftur á
hnakka. Ullin er toglaus og fremur góð. Afkvæmin
líkjast Hring mjög. Hrútarnir, synir hans, hlutu allir
I. verðlaun og 1 þeirra er metfé. Lamhhrútarnir eru
báðir rígvænir og álitleg hrútsefni, en þó i háfættara
lagi. Dæturnar, bæði ær og lömh, eru rígvænar, frem-
ur háfættar og langar og hafa milcið hrjóstrými, ágætt
bak, allgóðar malir og sæmileg læri, sjá töflu 44 F.
Dætur Hrings eru enn lítt reyndar til afurðagjafar,
en lofa þó góðu.
Ilringur 17 hlaut II. verðlaun fgrir afkvæmi.
G. Óðinn, eigandi Guðmundur Guðmundsson, Núps-
túni, er þar heimaalinn. F. Svanur 10 á Hrafnkels-
stöðum, sem nú hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi,
sjá lið H hér á eftir, M. Tígla frá Vogum í Mývatns-
sveit. Óðinn er glæsilegur einstaklingur, jafnvaxinn,
með vel frarnsetta, hreiða bringu, breitt holdgott bak
og sæmilega holdfyllt læri og malir. Hann hefur ágæta