Búnaðarrit - 01.01.1958, Síða 245
BÚNAÐARRIT
243
ágætur hrútafaðir og fullvíst er, að Bárðdælir eiga
auðvelt með að bæta vaxtarlag og holdafar fjárins
með hrútum, sem þcir hafa keypt úr Kelduhverfi.
Skútustaðcihreppur. Sýningin var framúrskarandi
vel sótt. Sýndir voru 122 hrútar, 75 fullorðnir og 47
veturgamlir. Þeir fyrrnefndu vógu 108.8 kg lil jafn-
aðar og voru 8.4 kg þyngri en á næstu sýningu á undan
og þyngri en hrútar á sama aldri í nokkurri sveit á
landinu. Veturgömlu hrútarnir vógu 87.5 kg til jafn-
aðar og voru þyngri en jafngamlir hrútar í nokkrum
öðrum hreppi i sýslunni. Hrútarnir voru ekki aðeins
vænir, heldur voru þeir einnig margir mjög vel gerðir,
en sanvt cr of mikið af of stórum og grófbyggðum
hrútum í hreppnuin og það inn í raðir fyrstu verðlauna
hrútanna. Mývetningar hafa frjósaman fjárstofn og
gera allt til þess að fá inargar ær tvílembdar. Þurfa
þeir jiví að eiga mjög hnellið og holdgróið fé, til þess
að tvílembingarnir flokkist nógu vel á blöðvelli, en af
því að þcir búa við mikla landlcosti, má fé þeirra vera
allstórt. Fyrstu verðlaun hlutu 57 hrútar, sjá töflu A,
eða tæpur helmingur sýndra hrúta og hlutfallslega
fleiri en í öðrum hreppum sýslunnar, ncma Reykja-
hreppi, en þar var sýning fásótt og því að líkindum
betri hrútar sýndir en þeir, sem heima vorn. Beztir
af þriggja til fimm vetra hrútum voru þessir i læklt-
andi röð. Sóli í Haganesi frá Geirastöðum, sonur
Barkar þar, djásn að gerð, Blakkur Jóns B. Sigurðs-
sonar í Reykjalilíð, einnig djásn að gerð, sérstaklega
hausfagur og holdgróinn, Spakur Jónasar á Hclluvaði,
sonur Grettis frá Nýjabæ i Kelduhverfi, senv keyptur
var lamb í Holti í Þistilfirði, rígvænn hrútur og prýði-
lega gerður, Spakur i Álftagerði frá Hóli i Kelduhverfi,
lágfættur, útlögumikill og holdgróinn, en hefur örlítið
of háar herðar, Spakur Sigurðar á Grænavatni frá
Stöng, jötunn vænn, Snerill í Baldursheimi, sonur
Tanna frá Lundarbrekku, Reykur Jóns í Reykjahlíö