Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 430
428
BUNAÐARRIT
ágæt hrútsefni og gimbrarnar ágæt ærefni. Ærnar,
Itæði tvævetlurnar og veturgömlu gimbrarnar, eru ó-
hemju holdgrónar og vel gerðar í alla staði. Þær eru
enn ungar og lítt reyndar til afurða. í Sf. Þistli voru
á skýrslu 1957 18 ær, allar tvævetrar nema 2. Þriðj-
ungur þeirra átti tvö lömh. Mjólkurlagni þeirra virð-
ist misjöfn, sumar mjólka prýðilega, en aðrar gerðu
létta dilka, enda voru þær margar mjög síðbærar.
Reiknaður fallþungi eftir tvílembu var 25.9 kg, en
eftir einlembu 16.5 kg. Þótt ærnar væru enn ungar
og heí'ðu ekki reynzt nema í meðallagi til afurða enn,
varð dómnefnd sammála um að veita Hnetti I. verð-
laun fyrir afltvæmi, vegna yfirburða kosla al'kvæm-
anna að allri gerð.
Hnöttur fí() hlaut I. nerðlaun fyrir aflcvæmi.
I). Iíappi 5S, eigandi Sigfús A. Jóhannsson, Gunn-
arsstöðum, var nú sýndur með afkvæmum í fyrsta
sinn. Ætt: F. Magni frá Árna í Holti, Ff. Pjakkur 81
(I. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi), Fm. Upphyrna
627, Holti, Fff. Loðinn 14, Ffm. Breiðbalca 539, Fmf.
Loki 19, Fmm. Gulrófa 500, Holti, alsystir Kóngs 15,
M. Rauðrófa, Gunnarsstöðum (1. verðiaun fyrir al'-
kvæmi), Mf. Kóngur 15, Mff. Prúður 9 frá Græna-
valni, Mfm. Prýði 162, Holti. Afkvæmin eru hvít, ígul
á haus og fótum og hafa hvíta ull. Kynfesta þeirra
er mjög mikil. Þau hafa ágæt hold, eru jafnvaxin,
lágfætt, hafa ágæta fótstöðu og frábær lærahold.
Bringan er hreið, en i styttra lagi fram á sumum.
Svipurinn er þolslegur. Annar veturgamti hrúturinn
er ágæt I. verðlauna kind, en hinn hlaut II. verðjaun.
Lambhrútarnir voru allir prýðileg hrútsefni. Aðeins
fáar dætur Kappa eru í Sf. Þistli, en þær eru frjó-
sainar og gera góða dilka. Sláturlömb undan Kappa
eru ágætlega væn og hafa hátt kjöthlutfalt. Haustið
1957 var slátrað undan honum 11 lömbum í Sf. Þistli,