Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 444
442 BÚNAÐARRIT
Synir: Sómi, 2 v..............
Öðlingur, 1 v........
3 hrútl., einl.......
Dætur: 7 ær, 2—4 v., 5 tvíl.
7 ær, 1 v., 5 mylkar
15 gimbrarl., 2 tvil.
1 2 3 4 5 6
98.0 108.0 80 33 25.0 130
84.0 100.0 76 29 23.0 132
51.8 85.7 68 28 20.8 120
64.4 97.1 74 32 21.1 126
60.9 97.0 75 32 21.3 127
45.4 84.5 - - 20.2 118
A PrúÖur, eigandi Pétur Þorsteinsson, Bessastaða-
gerði, er heimaalinn, sonur Prúðs Benedikts Péturs-
sonar á Hóli. Afkvæmin eru hvít, um helmingur þeirra
er hyrndur, en hin kollótt, flest gul eða gulkolótt á
haus og fótum. Þau hafa fremur litla og fína ull og
sum gulan hnakka og gula ull á hálsi. Fullorðnu hrút-
arnir hlutu báðir I. verðlaun, en annar þeirra er til
lýta grófbyggður. Annað hrútlambið er geðugt hrúts-
efni, en hitt lausbyggt og holdlítið. Mylku ærnar eru
vel byggðar, en nokkrar þeirra of lioldþunnar á baki.
Veturgöinlu ærnar eru holdþéttar. Gimbrarlömbin eru
smá, en holdgóð á balci og í lærum. Af ánum voru
5 tvílembdar og 4 einlembdar, en dilkar þeirra voru
ekki vænir. Kynfesta virtist allmikil í afkvæmahópn-
um.
Prúður lilaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Garpur 15, eigandi Sauðfjárræktarfélag Fljóts-
dalshrepps, er frá Holti í Þistilfirði. F. Logi 56, M.
Bláleit 765. Logi 56 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi
1955 og aftur 1957, en Bláleit lilaut II. verðlaun 1955,
sjá Búnaðarrit, 69. árg., bls. 401 og 407. Afkvæmin
eru hvít, liyrnd, gulleit á haus, hnakka og fótum, ullin
annars livít, glansandi og allmikil. Veturgömlu hrút-
arnir eru allir góðar I. verðlauna kindur. Einlemb-
ingshrútlömbin eru geðsleg hrútsefni, en tvílembingur-
inn hefur of litla bringu. Ærnar, sem allar voru vet-
urgamlar og geldar, voru ágætlega gerðar og grónar