Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 252
250
BÚNAÐARRIT
holdgóðu, sein valdir verða lil lífs, séu nógu bollangir
og hafi vcl framstæða bringu.
Margir frábærir hrútar hafa komið frá Hóli lil
Suðurlands og Suður-Þingeyjarsýslu, en nú fannst mér
sumir hrútarnir þar í styttra lagi og tæplega nógu
þungir. Hólsærnar eru margar metfé. Einn hrútur frá
Hóli, Jökull í Austurkoti í Hraugerðishreppi, vó í haust
144 kg og mun vera þyngsti hrútur, sem veginn hefur
verið á íslandi.
Fjallahreppur. Þar var sýning vel sótt og sýndir 22
hrútar, 17 fullorðnir, sem vógu 105.4 kg að meðaltali,
og 5 veturgamlir, sem vógu 85.6 kg að meðaltali, og
voru hrútar hvergi þyngri í sýsiunni nema í Svalbarðs-
hreppi. Fyrstu verðlaun hiutu alis 15 hrútar, 12 full-
orðnir, sem vógu 106.5 kg að meðaltali og 3 vetur-
gamlir, sem vógu 85.7 kg til jafnaðar. Enginn lirútur
á sýningunni var dæmdur ónothæfur, og var það eins-
dæmi í sýslunni. Beztu hrútarnir cldri en tvævetrir
voru þessir: As Jóns á Víðihóli, sem er í senn þungur,
sterkbyggður og holdgóður, Kóngur Valdemars á
Grímsstöðum, prýðilega þungur og holdmikill, en liá-
fættari en æskilegt er, og Steinn Bollason Víkings á
Grundarhóli, vcl gerður lirútur og ullargóður, en of
veinbdur. Af tvævetru hrútunum voru þessir beztir:
Grettir Karls á Grímsstöðum, sem er framúrskarandi
holdmikill, Bríini Víkings á Grundarhóli, og Gulur
Benedikts í Grímstungu, báðir ágætlega gerðir og dug-
legir hrútar.
Veturgömlu hrútarnir, sein I. verðlaun hlutu, eru
allir gerðarlegir, en silt má að hverjum finna. Víðir
Karls á Grímsstöðum, frá Víðishóii er bakmjórri en
æskilegt er og fullgrófur um herðar. Bósi Ólafs á
Víðirhóli þyrfti að vera tilkomumeiri, og Grámann
Víkings á Grundarhóli, sem er mestur þessara hrúta,
liefur tæplega nógu sterkt bak.
Fjallamenn hafa nú náð þeim vænleika í fé sitt eftir