Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 268
266
BÚNAÐARRIT
laun eða 68%, 3 hlutu II. verðlaun, I hlaut III. verð-
laun og 2 engin verðlaun. Sýnir þetta, að Fantur hefur
verið til mjög mikilla kynbóta, því að af öðrum hrút-
um í hreppnum, 62 að tölu, hlutu aðeins 25 hrútar
cða 40% fyrstu verðlaun. Þess má geta, að Fantur
er sammæðra Norðra á Gilsá í Breiðdal, sem nú var
talinn beztu hrútur á Austurlandi. Er nauðsynlegt að
fylgjast vel með því, hvernig afurðir dætur Fants gefa,
því að áhrifa hans og sona hans hlvtur að gæta mjög
mikið í fc hreppshúa næstu árin.
Borgarfiarðarhreppur. Þar féll sýning niður, daginn
sem hún hafði verið hoðuð, þar eð göngur höfðu ekki
verið gengnar. Héraðsráðunautarnir, Páll Sigbjörns-
son og Leifur Kr. Jóhannesson, tóku því að sér að
dæma hrútana þar, eftir að smalað hafði verið.
Hrútana, sem á héraðssýninguna komu, sá ég, en um-
sögn um hina byggist á málum.
Alls voru sýndir þar 57 hrútar, 46 fullorðnir og 11
veturgamlir, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun hlutu 35
hrútar, 33 fullorðnir og 2 veturgamlir.
Á héraðssýninguna komu 5 hrútar, og hlaut einn
þeirra I. heiðurverðlaun, Holli Ingvars á Desjamýri
frá Holti, sonur Snæs. Hann er klettþungur með mikið
brjóstummál og hreitt bak, en háfættari en æskilegt
er, enda var hann háfættasti lirúturinn, sem heiðurs-
verðlaun hlaut. Svanur Arnþórs á Hólalandi frá
Desjamýri, sonur Goða, hlaut I. verðlaun A. Hann
er útlögugóður, bakbreiður og holdþéttur. Surtur Sig-
urðar á Hólalandi, Svanur Sigurðar á Borg og Smári
Tryggva á Hólalandi lilutu I. verðlaun B. Surtur er
vænn og virkjamikill, en hefur tæplega nógu sterkan
hi'ygg-
Um hrútana í Borgarfirði í heild virðist mér, að
þeir séu margir jafnvaxnir og hafi góða yfirhyggingu,
en séu of háfættir og rýrir í lærum, einkum niður á
hækilinn. Fullorðnu hrútarnir í Borgarfirði, sem I.