Búnaðarrit - 01.06.1972, Blaðsíða 15
AFKVÆMASÝNINGAK Á SAUÐFÉ 357
A. Rjúpa 37, eigendur Óskar og Karl Þorgrímssynir, Efri-
Gegnisliólum, er heimaalin, f. Unnar, m. Gæfa 6. Rjúpa
er hyrnd, grábaugótt, með livíta, góða og lokkaða ull,
löng, þykkvaxin og vel gerð ær, með sterka fætur og góða
fótstöðu. Afkvæmin eru hyrnd, 5 hvít, 3 svarbotnótt, eitt
móbíldudropuflekkótt. Þau líkjast móður að gerð, eru
lioldstinn og vöðvuð í lærum. Botni er fremur slakur I.
verðlauna hrútur, lirútlambið hálfgerður sjúklingur, en
gimbrarnar góð ærefni. Rjúpa liefur átt 14 lömb á 5 ár-
um, 2-3-2-4 og 3, og verið farsæl í afurðum. Kynfestan
er góð.
Rjúpa 37 hlaut II. verSlaun fyrir afkvœmi.
B. Harka 38, hjá sömu eigendum, er heimaalin, f. Unnar,
m. Stórliyma. Harka er hvít, hyrnd, grádröfnótt í andliti,
með þunnan háls, en breið aftur, frjósöm og farsæl af-
urðaær. Afkvæmin eru 6 livít og eitt grábotnótt, fremur
ósamstæð að gerð. Dæturnar eru meðalafurðaær, gimbr-
arlömbin hálsgrönn, en læraþykk og líkleg ærefni, Hnyk-
ill þroskamikill, en heldur bakmjór, liann lilaut I. verð-
laun B á héraðssýningu í Árnessýslu 1971.
Harka 38 lilaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Brúða 70 Ragnars Geirs Brynjólfssonar, Galtastöðum,
er lieimaalin, f. Bjartur frá Hæli, m. Gógó. Brúða er hvít,
hyrnd, gul á liaus og fótum, stórvaxin og sterk ær, en
nokkuð lioldskörp, frjósöm, en hefur verið óheppin í
afurðum, misst annað lambið við fæðingu, eða einhvern
tíma að sumri, þar til í ár. Afkvæmin em hyrnd, hvít,
grá og svarbotnótt. Þau em sterk og vöxtuleg, en flest
grófbyggð, Svarthöfði er grófgerður I. verölaunalirútur,
en gimbrarlömbin bezt gerð og geðug ærefni.
BrúSa 70 hlaut III. verSlaun fyrir afkvœmi.