Búnaðarrit - 01.06.1972, Blaðsíða 134
476
BÚNAÐAKRIT
þótt það raskist vegna þess, að hún flytur burð hvað eftir
annað. Hins vegar liefur hún enzt vel. Hún hlaut 78,0
stig fyrir byggingu.
Yfirlit yfir afurðir dætra Skrautu er sýnt hér fyrir
neðan.
Nafn Pœdd Paðir Ár Meðalnyt Mjólk Feiti kg % Fe Verðl. Stie
Laufa 22 28. 9. ’59 Brandur N51 7.1 3973 3.45 13707 ii. 78.5
Dáfríð 27 2.10. ’60 Fylkir N88 6.0 5376 3.66 19676 i. 80.0
Snör 34 19. 3. ’62 Sokki N146 4.7 4390 4.23 18570 i. 81.0
Snotra 38 4. 4.’63 Fylkir N88 3.8 4572 3.90 17831 i. 76.5
Þessar systur höfðu í árslok 1968 mjólkað að meðaltali
á ári í 5,4 ár 4559 kg með 3,76% mjólkurfitu, sem svarar
til 17142 fe. Þær eru mjólkurlagnar í bezta lagi, hafa
misjafna fitu og jafnvel lága sumar eins og móðir þeirra,
og spenahyggingu er að vísu nokkuð ábótavant á sumum.
Eins og um dætur Huppu á ICrossum má segja um þessar
systur, að skyldleiki þeirra í föðurætt veiki afkvæmadóm
móðurinnar, þar sem tvær eru dætur Fvlkis N88 og ein
sonardóttir hans.
Þriðja kýrin, Snotra 26, Ásláksstöðum, Glæsibæjar-
hreppi, keppti einnig um heiðursverðlaun, en hlaut þau
ekki. Hennar verður getið síðar.
Fyrslu verðlauna kýrnar.
Eins og skýrt liefur verið frá hér að framan, hlutu 826
kýr I. verðlaun eða 59,7% af sýndum kúm. Hefur
Jóliannes Eiríksson raðað þeim innbyrðis í 4 gráður og
við það farið eftir afurðum, stigatölu fyrir byggingu og
ætt eftir svipuðum reglum og undanfarin ár. Skrá yfir
þessar kýr er í töflu IV.
Hlutu 110 kýr eða 13,3% I. verðlaun af 1. gráðu, 202
eða 24,5% af 2. gráðu, 332 eða 40,2% af 3. gráðu og 182
eða 22,0% af 4. gráðu. Miðað við sýningar 1964 fjölgar