Búnaðarrit - 01.06.1972, Blaðsíða 143
NAUTGRIPASÝNINGAR 485
afurðir einstakra búa og kúa og háar meðalafurðir í svo
stóru félagi.
Þau kúabú, sem flestar I. verðlauna kýr voru frá, voru
þessi: Hrafnsstaðir og Gruml með 14 kýr hvort (aðeins
tvö bú á öllu sýningarsvæðinu voru með l'leiri I. verð-
launa kýr), Skáldalækur 10, Ytri-Másstaðir 9, Helgafell,
Ilóll og Syðra-Holt 8 hvert, Jarðbrú 6, Hrafnsstaðakot,
Kot og Sakka 5 livert og Brautarholt, Biirfell, Dæli,
Hrísar, Miðkot og Þverá 4 hvert. Eru sum þessi bú með
afar liáar meðalafurðir, enda meðferð kúnna frábær.
Meðal kúa, sem vöktu sérstaka atliygli, var Grána 34
á Skáldalæk, sem ásamt tveim öðrum kúm í öðrum sveit-
um, hlaut liæstu einkunn fyrir byggingu, 87 stig. Var
bún á 14. aldursári. Þetla er geysimikil afurðakýr, sem
sett var efst af þeim 24 kúm, sem lilulu I. verðlaun af 1.
gráðu. Hlýtur liún að teljast með fremstu kúm í Eyja-
firði sem kynbótagripur. Nokkrar aðrar miklar afurða-
kýr á Skáldalæk hlutu óvenjubáar einkunnir fyrir bygg-
ingu. Þeirra á meðal eru Penta 50 með 86 stig, Búbót
44 með 85,5 og Björg 53 með 84,5 stig. Aðrar kýr lijá fé-
laginu með háan byggingardóm vom Flóra 64, Brautar-
iióli, með 85 stig, Snót 25, Ytra-Hvarfi, með 84,5 stig og
Laufa 35, Helgafelli, og Molda 13, Koti, með 84 stig. Allar
hlutu þessar kýr I. verðlauna viðurkenningu. Hér að
framan hefur verið getið Skrautu 16 á Hrafnsstöðum,
sem hlaut heiðursverðlauu fyrir afkvæmi.
1 Svarfaðardal vora um tíma nokkur naut, sem ekki
voru notuð annars staðar. Gætir enn álirifa þessara nauta
á stofninn, þar sem beztu kýrnar undan þeim lifa enn
svo og aðrar út af þeim.
Eitt naut var sýnt og hlaut II. verðlauu. Var það Litur
N206 í Koti, sem síðar var keyptur á Nautastöð Búnaðar-
félags Islands. Móðir hans, Molda 13, er inikil afurðakýr
og falleg. Fleiri naut voru valin á Nautastöðina vir
Svarfaðardal skömmu síðar, þ. e. Fáfnir N215 undan
Blesu 62 á Hóli, Mjaldur N216 undan Tunglu 5 á Búrfelli,