Búnaðarrit - 01.06.1972, Blaðsíða 70
412
BÚNAÐARKIT
Tala Nafn og heimili Sauðfjárræktarfélag Tala áa Til nytja að hausti Eftir hverja é
56. Jón, Eystra-Geldingaholti Gnúpverja 160 158 22.3
57. Sveinn, Efra-Langholti . . Hrunamanna .... 102 155 22.3
58. Alfreð, KoIIafjarðarnesi Kirkjubólshrepps 108 152 22.2
59. Magnús, Litlu-Giljá .... Sveinsstaðahr. .. . 225 148 22.2
60. Ólafur, Oddgeirshólum . Hraungerðishr. .. 110 159 22.2
61. Þorgeir, Hrafnkelsst. ... Hrunamanna .... 97 166 22.2
62. Sigmundur, Vatnsenda . Hólasóknar 119 134 22.1
63. Sigurjón, Skálholtsvík . . Stefnir 156 142 22.0
64. Páll, Smiðsgerði Ilólahrepps 94 152 22.0
65. Karl Jóhann, Suðurvík . Hvammshrepps . . 124 155 22.0
Eins og undanfarið er sett í töflu 4 skrá yfir félags-
menn fjárræktarfélaganna, sem hafa yfir 90 ær á skýrsl-
um og fá 22,0 kg og meira af dilkakjöti eftir hverja á.
Að þessu sinni eru 65 á þessari skrá, en voru 75 árið
áður. I 9 efstu sætunum á þessum lista eru félagsmenn
úr Sf. Mývetninga, enda hefur sú stefna verið ríkjandi
þar að hafa allar ær félagsmanna á skýrslum. Efstur
á þessum lista er Ketill Þórisson í Baldursheimi með
107 ær, 182 lömb til nytja eftir 100 ær og 32,0 kg af
reiknuðum fallþunga eftir hverja á. Næstir á eftir Katli
koma Jón Kristjánsson o.fl. Skútustöðum með 184 ær,
183 lömb til nytja eftir 100 ær og 31,5 kg af kjöti eftir
hverja á og Steingrímur Kristjánsson, Litlu-Strönd, með
124 ær, 179 lömb til nytja eftir 100 ær og 30,6 kg af
kjöti eftir á. 1 13. sæti á skránni er Jóliann Helgason,
Leirhöfn á Sléttu með 565 ær, 165 lömb eftir 100 ær
og 27,7 kg af kjöti eftir framgengna á. Jóliann á sam-
kvæmt þessu að framleiða um 16,65 tonn af dilkakjöti,
ef öllum lömbum væri slátrað. Mun láta nærri, að það
væru um 1,4 þúsundustu hlutar allrar dilkakjötsfram-
leiðslunnar það ár.
V. Gœðamat falla. Af 53.040 (48.804) föllum, sem
vitað er um flokkun á, fara 77,3% (80) í I. flokk, 17,0
(16) % í II. flokk og 5,7 (4) í III. flokk.