Búnaðarrit - 01.06.1972, Blaðsíða 54
396 BÚNAÐARBIT
ánna í október að jafnaði 65,0 til 65,6 kg: Von, Árnes-
hreppi, Strand., Víkingi, Dalvík, Eyjafjarðarsýslu, Austra,
og Mývetninga, Mývatnssveit, S.-Þing., Þistli, Þistilfirði,
N.-Þing. og Borgarfjarðarlirepps, N.-Múlasýslu. Það er
undarlegt, ef það er tilviljun, að félögin með þyngstu
æmar í október, eru öll á norðanverðu landinu liaustið
1968, en öll á sunnanverðu landinu árið áður. Þetta
blýtur að stafa af því, að fé hafi komið vænt af fjalli
þetta haust norðanlands, en ef til vill í slakara lagi
á Suðurlandi. Mest varð þyngdaraukning ánna í Sf.
Borgarliafnarhrepps, A.-Skaft. Þær þyngdust um 12,2
kg frá hausti til vors, enda léttar að hausti, aðeins 52,6
kg. I Sf. Vestra, Svarfaðardal, þyngdust ærnar um 12,1
kg, og í eftirfarandi 7 félögum þyngdust þær um 10,0
til 11,5 kg: Sf. Hólmavíkur, Sf. Höfðahrepps, Sf. Staðar-
hrepps, Sf. Frey, Saurbæjarhreppi, Sf. Svalbarðsstrandar-
hrepps, Sf. Austra, Mývatnssveit og Sf. Mýrahrepps, A.-
Skaft. I einu félagi léttust ærnar frá hausti til vors.
Meðalþyngdaraukningin frá liausti til vors var 5,6 kg
á móti 7,2 kg árið áður. Þetta kann að einhverju leyti
að stafa af miklum þunga ánna haustið 1968, en að sumu
leyti af litlum heyjum. Það skal hins vegar tekið fram,
að mikill þungi áa er engan veginn æskilegur, nema
honum fylgi miklar afurðir.
III. Frjósemi ánna. Frjósemin varð lieldur minni en
undanfarin ár. Fædd lömb eftir 100 ær reyndust 154,
sem er tveimur lömbum minna en árið áður. Lömb til
nytja reyndust 147 eða einu færra en 1967-68. Fleir-
lembdar voru 280 ær eða 0,6% allra áa, og er það sama
hlutfall og í fyrra. Samtals urðu 927 ær geldar eða 2,1%,
og er það 0,3% meira en 1967-68, og hafa ekki verið
svo margar geldar ær í fjárræktarfélögunum síðan 1962-
63. Hæst liefur hlutfall geldra áa áður farið upp í 2,8%.
Var það 1953-54, en árið eftir var það einnig hátt eða
2,2%. Hin síðari ár liefur hlutfall geldra áa verið um
1,8, lægst liefur það farið niður í 1,6% 1964-65. Ekki er