Búnaðarrit - 01.06.1972, Blaðsíða 53
Sauðf járræktarfélögin 1968—69
Eftir Sveirt Hallgrímsson
I. Fjárræktarfélög, sem sendu skýrslur til Búnaðarfélags
Islands árið 1968-69, voru 87. Eitt þessara félaga, Sf.
Egilsstaða og Eiða, reyndist ekki unnt að gera upp vegna
ófullnægjandi upplýsinga um afurðir ánna. Er það því
ekki tekið með á töflu 1. Félög, sem sendu fullnægjandi
skýrslur yfir starfsemi sína, eru því jafn mörg og árið
áður eða 86. Þau félög, sem ekki sendu fullnægjandi
skýrslur nú, en sendu skýrslur árið áður, eru: Sf. Skógar-
strandar, Snæf., Sf. Nesjamanna, A.-Skaft. og Sf. Egils-
staða og Eiða, S.-Múlasýslu, sem áður er getiö. Eftir-
talin 3 félög eru ný: Sf. Önfirðinga, Vestur-Isafjarðar-
sýslu, Sf. Stefnir, Bæjarhreppi, Strandasýslu og Sf. Hring-
ur, Ásahreppi, Rangárvallasýslu. Félagsmenn fjárræktar-
félaganna em þetta árið 767, og liafa þeir samtals 44.438
skýrslufærðar ær, eða 57,9 ær á félagsmann. Hefur skýrslu-
færðum ám því fjölgað um 3058 frá árinu áður. 101
ær ferst frá hausti til byrjunar sauðburðar, og koma
þær ekki til uppgjörs við útreikninga á afurðum.
II. Þungi ánna. Upplýsingar lágu fyrir um þunga
29.042 áa haust og vor. Þær vógu að meðaltali 58,7 kg
á móti 58,6 kg árið áður eða 0,1 kg meira að jafnaði.
Árið 1967-68 vógu ærnar að jafnaði 65,0 kg og meira
í október í þrem félögum, og voru þau öll á Suðurlandi.
Árið 1968-69 vega ærnar meira en 65,0 kg í október
í 7 félögum. Öll þessi 7 félög em í norðurhelmingi lands-
ins. Þyngstar eru ærnar í Sf. Saurbæjarhreppi, Dala-
sýslu, 67,1 kg, og í eftirfarandi sex félögum var þungi