Búnaðarrit - 01.06.1972, Blaðsíða 141
NAUTGRIPASÝNINGAR
483
þær með sér verkum eftir sveitum. Ólafur E. Stefáns-
son og Jóliannes Eiríksson dæmdu samhliða í Svarfaðar-
dal, Árskógsströnd og öngulsstaðahreppi. Ólafur var for-
maður dómnefnda í öxnadal, Skriðuhreppi, Akureyri,
Svalbarðsströnd og Grýtubakkalireppi, en Jóliannes í
Arnarneshreppi, Glæsibæjarlireppi, Hrafnagilshreppi og
Saurbæjarlireppi.
Þótt unnið væri daglega frá því, að morgunmjöltum
lauk og oft langt fram á kvöld, má segja, að hvergi yrðu
tafir af þeim sökum, að þær kýr, sem sýna átti, væru í
högum eða fólk af bæ. Fyrir það vilja höfundar þakka
sérstaklega svo og frábæra gestrisni nú sem ætíð áður.
Alls voru sýndar á 199 búum 1222 kýr. Hlutu 766 I.
verðlaun eða 62,7%, 338 II. eða 27,7%, 87 III. eða 7,1%
og 31 engin verðlaun eða 2,5%.
Á sýningum 1964 voru 1444 kýr sýndar, og var tala I.
verðlauna kúa þá 401. Hafði þeim fjölgað um 90%. Þetta
er geysimikil og ör breyting, enda þótt taka beri tillit
til þess, að þátttaka verður meiri, þegar komið er á hvern
bæ. I stærstu félögunum, Öngulsstaðahreppi og Svarfaðar-
dal, hlutu 146 kýr I. verðlaun í hvoru félagi. Er það meiri
fjöldi I. verðlauna viðurkenninga en áður liefur orðið
í sögu nautgriparæktarinnar liér á landi.
Þá voru og sýnd nokkur naut, svo sem áður befur verið
skýrt frá, en flest naut S N E liöfðu veriö sýnd árið áður,
og voru þau ekki skrásett nú að undanteknum þeim, sem
skoðuð voru með afkvæmum. Tekið var saman í lok
sýninganna, Iivaða naut voru lielztu kúafeður á sam-
bandssvæðinu, og bve margar dætur hvers þeirra hlutu
I. verðlaun. Fer sii skrá hér á eftir:
Sýndar Þar af hlutu
Paðir dœtur I. verðlaun
1. Fylkir N88 198 150
2. Sjóli N19 141 109
3. Þeli N86 139 88
4. Soklci N146 94 32