Búnaðarrit - 01.06.1972, Blaðsíða 71
SAUÐFJÁRRÆKTARFÉLÖGIN
413
Er þetta nokkru lakari flokkun en undanfarin ár,
en 1966-67 og 1967-68 fóru 80% falla í I. flokk. Bezt
flokkun er hjá Sf. Saurbæjarhrepps, 100% í I. flokk.
Hjá Sf. Þistli fara 99% í I. flokk, og í 18 félögum öðrum
fara yfir 90% í I. flokk. Lægst hlutfall falla í I. flokk
er 34, og í 10 félögum fara minna en 60% fallanna í
I. flokk. Eftir sýslum er flokkunin bezt í N.-Þingeyjar-
sýslu, en þar fara 97,2% í I. flokk, 2,3% í II. flokk og
0,5% í III. flokk. í Skagafjarðarsýslu, þar sem flokkunin
er lökust, fara 59% í I. flokk, 28% í II. flokk og 13%
í III. flokk. Þetta er mikill munur á flokkun, og hefur
það veruleg álirif á afkomu hænda, þegar mikið fer
í III. flokk, eins og er i Skagafjarðarsýslu. Lakasta flokk-
un í félagi er 34% í I. flokk, 36% í II. flokk og 30%
í III. flokk.
Mismunur á afurðum tvílembna og einlembna:
1 nokkur ár, meðan Halldór Pálsson skrifaði um fjár-
ræktarfélögin, var gerður samanburður á afurðum eftir
tvílembur og einlembur. Þar sem mikill munur er á
afurðum eftir tvílemhu og einlembu, er yfirleitt góður
aðhúnaður að fénu, en þar sem þessi munur er lítill,
er aðbúnaður fjárins ekki nógu góður. Með aðbúnaði
verður einnig að telja beitina sumar og liaust. Er því
fróðlegt að atliuga, livort munur á afurðum eftir tví-
lembur og einlembur hefur breyzt á tímabilinu frá
1954 til 1969. Til að fjarlægja árssveiflur var tekið 5
ára meðaltal, og varð niðurstaðan þessi:
1954-58 11,56 kg munur
1959-63 11,40 —--------
1964-68 11,80 ---------
Ekki er hér um neinar stórstígar breytingar að ræða,
en þó virðist munurinn heldur aukast. Mestur hefur
munurinn orðið 12,1 kg 1967. Árið 1968 var munurinn