Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 18
12
BÚNAÐARRIT
arfjörð, komið við á Varmalæk og Nesi og skoðaður búskapur á
þessum bæjum. Þá var aðeins komið við í Reykholti, en síðan farið í
Húsafellsland, þar sem var áð stundarkorn áður en haldið var til
Þingvalla um Kaldadal. Á Þingvöllum var snæddur kvöldverður og
síðan haldið til Reykjavíkur. Alls sátu fundinn 28 fulltrúar. Af
íslendinga hálfu sátu fundinn auk Halldórs E. Sigurðssonar, land-
búnaðarráðherra, þeir Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri,
Sveinn Tryggvason, framkvæmdarstjóri, Haukur Jörundarson,
skrifstofustjóri, Guðmundur Sigþórsson, deildarstjóri, og Halldór
Pálsson, búnaðarmálastjóri. Meðal erlendu gestanna voru land-
búnaðarráðherrar Noregs og Svíþjóðar, þeir Oskar öksnes og
Anders Dahlgren.
Á fundinum voru gefnar upplýsingar um helztu breytingar í
landbúnaðarmálum hvers lands, bæði um framleiðslu og sölu af-
urðanna, og auk þess voru gefnar upplýsingar um hlutdeild
Norðurlandanna í samþykktum og starfi ýmissa alþjóða samtaka, s.
s. OECD, COPA og alþjóðafélagi búvöruframleiðenda IFAP og
FAO, tollabandalaginu GATT og fleiri alþjóðastofnunum, er f jalla
um Iandbúnaðarmál. Ákveðið var, að næsti fundur yrði haldinn 18.
janúar 1979.
Búfjárrœktarsamband Evrópu (EAAP). Búnaðarfélag íslands er
aðili að þessum samtökum, en þau voru stofnuð 1949. Hin árlega
ráðstefna samtakanna var haldin í Stokkhólmi 5.-8. júní og var
fjallað um margvísleg efni í 7 fagdeildum. Tveir Islendingar sóttu
ráðstefnuna og aðalfund samtakanna, þeir Árni G. Pétursson,
sauðfjárræktarráðunautur, sem sat fundi sauðfjárræktardeildar, og
Þórarinn Lárusson, ráðunautur hjá Ræktunarfélagi Norðurlands,
sem sat fundi fóðurfræðideildar. Um gerðir fundarins vísast til
starfsskýrslu Árna G. Péturssonar.
Ferðir stjórnar og búnaðarmálastjóra
Innanlandsferdir. Formaður félagsins, Ásgeir Bjarnason, mætti á
Landsmóti hestamanna á Þingvöllum 16. júlí, þar sem hann flutti
ræðu og tók þátt í hópreið á mótinu.
Einar Ólafsson fór ásamt Óttari Geirssyni, jarðræktarráðunaut,
um Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu dagana 13.—16. júní
til að athuga kal í túnum.