Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 448
442
BÚN AÐARRIT
B. Brenna 70-2331 Fjárræktarbúsins að Hesti erheimaalin,
f. Vöggur 242, m. 1726. Brenna er hvít, hyrnd, dröfnótt á
haus og gul á fótum, með sæmilega hvíta og góða ull, sterka
fætur og góða fótstöðu, virkjamikil, jafnvaxin og
sterkbyggð. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, gul á haus og fótum,
með allgóða ull, sterka fætur og góða fótstöðu, ærnar mis-
jafnar að gerð, en Kraftur góður I. verðlauna hrútur, hrút-
lambið nothæft hrútsefni, dæturnar tæplega í meðallagi
frjósamar og afurðasælar. Brenna er ágætlega frjósöm og
afurðamikil, er með 6.45 í afurðastig.
Brenna 70-2331 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Gvendólína 71-2433 sama eiganda er heimaalin, f. Sleði
243, m. 2091, mf. Kjarni 60-807. Gvendólína er hvít, hyrnd,
fölgul á haus og fótum, með sterka fætur og góða fótstöðu,
virkjamikil og útlögugóð og sterkbyggð. Afkvæmin eru
hyrnd, 4 hvít, 1 ærin svört, hún er sízt að gerð afkvæma.
Demant er góður I. verðlauna hrútur, stóð efstur af vetur-
gömlum hrútum á Hesti, Fjári ágæt kind, stóð efstur af 3
vetra hrútum og eldri í Andakílshreppi, gimbrin að gerð
ágætt ærefni, hrútlambið sæmilegt hrútsefni, en lint í aftur-
kjúkum. Gvendólína er ágætlega mjólkurlagin með 7.34 í
afurðastig.
Gvendólína 71-2433 hlaut 1. verðlaun fyrir afkvœmi.
D. Dalvella 72-2736 Hestsbúsins er heimaalin, f. Dalur
68-834, m. Fríðagála 2258. Dalvella er hvít, hyrnd, gul á
haus og fótum og í skæklum, en að öðru með allvel hvíta og
sterka ull, sterka fætur og gleiða fótstöðu, virkjamikil og
sterkbyggð. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, gul á haus og fótum,
ein ærin með svarta pjötlu aftan við herðar, þau hafa sterka
fætur og góða fótstöðu, líkjast móður að gerð, en eru ekki
nógu holdfyllt upp í klofið. Vængur var seldur Sauðfjársæð-
ingarstöð Vesturlands vorið 1978 og er lýst svo m.a. í hrút-
askrá stöðvarinnar, „.. .herðar varla nógu fylltar, bringa