Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 432
426
BÚNAÐARRIT
D. Hosudóttir 172 sama eiganda er heimaalin, f. Moldi
72-094, m. Hosa 46. Ærin er hvít, hyrnd, gul á haus og
fótum, bollöng, fremur grófgerð og fullháfætt. Afkvæmin
eru hvít, gul á haus og fótum að einu undanskildu, sem er
svart. Ærin, dóttir hennar, er bollöng með góða yfirlínu og
betur gerð en móðirin. Annar fullorðni hrúturinn er sæmileg
I. verðl. kind, hinn hlaut II. verðlaun. Lambhrútarnir eru
vænir, grófbyggðir og eru ekki hrútsefni. Hosudóttir er
frjósöm og mikil afurðaær.
Hosudóttir 172 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Svört 175 sama eiganda er heimaalin, f. Leiri 65-040, m.
Transeiða. Hún er svört, hymd, fremur fíngerð, holdgóð, en
skortir góðar útlögur. Afkvæmin eru öll hvít, nema gimb-
rarlambið, sem er grátt. Þau eru í léttara lagi, fremur
nettbyggð, með framstæða bringu, en hafa varla nógu síval-
an brjóstkassa, sterkt bak, en mætti vera holdmeira, mala-
og lærahold eru góð. Dúddi á Gauksstöðum er góður 1.
verðl. hrútur, gimbrarnar álitlegar, ærnar báðar tvílembdar
með góð lömb.
Svört 175 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
F. Valdís231 Elvars Eylerts Einarssonar, Syðra-Skörðugili,
er heimaalin, f. Valur 71-865, m. Freyja 74. Ærin er hvít,
hyrnd, fölgul á haus og fótum, með brúsk í enni og með góða
ull. Hún er fremur bollöng, útlögugóð, bakbreið og prýði-
lega holdgóð. Afkvæmin eru öll hvít, hyrnd, ígul á haus og
fótum. Veturgamli hrúturinn er mjög góður I. verðlauna
hrútur og var valinn á héraðsýningu, lambhrúturinn er
þokkalegt hrútsefni og gimbrin gott líflamb.
Valdís 231 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.
G. Nr. 73 Sigurjóns Tobíassonar, Geldingaholti, er heima-
alin. Hún er hvít, hyrnd, gul á haus og fótum, fremur fín-
byggð og jafnvaxin. Afkvæmin hafa sama litarhátt, eru