Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 66
60
BÚNAÐARRIT
Páttur 72010 frá Austurhlíð í Gnúpverjahreppi átti fimm dætur,
sem að meðaltali voru 30,9 mánaða við burð. Hæsta meðaldagsnyt
þeirra varð 15,7 kg. Á 301 degi mjólkuðu þær 3318 kg mjólkur
með 3,88% fitu, þ. e. 129 kg mjólkurfita og 3257 kg 4% mæli-
mjólk. Dætur Þáttar 72010 eru rýmismiklar kýr með mjög vel gerð
júgur, en fullgranna spena, þægilegar í mjöltun.
Frami 72012 frá Þorvaldseyri átti sex dætur, sem voru að
meðaltali 30,2 mánaða við burð. Hæsta meðaldagsnyt þeirra varð
16,6 kg. Á 301 degi mjólkuðu þær 3643 kg mjólkur með 4,08%
fitu, þ. e. 149 kg mjólkurfita og 3687 kg 4% mælimjólk. Dætur
Frama 72012 eru stórar, fremur grófbyggðar og virkjamikiar kýr,
með vel borin júgur, mjöltun í meðallagi.
Vörður 72014 frá Langholti í Hraungerðishreppi átti sex dætur,
sem voru 30,4 mánaða við burð. Hæsta dagsnyt þeirra varð 14,5 kg.
Á 301 degi mjólkuðu þær 2728 kg mjólkur með 3,91% íitu, þ. e.
107 kg mjólkurfita og 2691 kg 4% mælimjólk. Dætur Varðar
72014 eru jafnvaxnar og með góða yfirlínu, en sumar eru með
afturdregnar malir. Júgur eru vel gerð, en spenar fullgrannir,
þokkalegar í mjöltun.
Stefnir 72016 frá Stærri Bæ í Grímsnesi átti 5 dætur, sem voru að
meðaltali 30,1 mánaða við burð, og hæsta meðaldagsnyt varð 17,0
kg. Á 301 degi mjólkuðu þær 3201 kg mjólkur með 4,10% fitu, þ.
e. 131 kg mjólkurfita og 3247 kg 4% mælimjólk. Dætur Stefnis
72016 eru fremur grannar, en þokkalega byggðar kýr, allgóðar í
mjöltun.
Deilir 73001 frá Syðri-Hömrum í'Ásahreppi átti sex dætur, sem
voru að meðaltali 29,4 mánaða gamlar við burð, og hæsta meðal-
dagsnyt þeirra varð 15,8 kg. Á 301 degi mjólkuðu þær 3247 kg
mjólkur með 4,00% fitu, þ. e. 130 kg mjólkurfita og 3247 kg 4%
mælimjólk. Dætur Deilis 73001 eru vænar og bolmiklar kýr, ágætar
í mjöltun.
Ýmir 73005 fráSkipholti III í Hrunamannahreppi átti sex dætur,
sem voru að meðaltali 29,6 mánaða við burð, og hæsta meðaldags-
nyt þeirra varð 15,1 kg. Á 301 degi mjólkuðu þær 2922 kg mjólkur
með 4,37% fitu, þ. e. 128 kg mjólkurfita og 3085 kg 4% mæli-
mjólk. DæturÝmis 73005 eru þrifakýr með afleit júgur ogspena-
lag, mismjalta.
Árið 1976 voru settar á 42 kvígur undan 7 nautum, en aðeins 35