Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 449
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
443
framstæð og breið, en fullgrunn aftur, bakið er breitt og
vöðvinn kúptur, malir vel holdfylltar, lærvöðvi mikill, en er
ekki nógufyllturupp í klofið." Gimbrarnar eru snotur ærefni.
Dalvella er með 5.83 í afurðastig.
Dalvella 72-2736 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. 71-1185 Halldórs Jónssonar, Hvanneyri, er heimaalin, f.
Svipur 68-839, m. 929. Ærin er hvít, kollótt, með sterka
fætur og allgóða fótstöðu, virkjamikil, jafnvaxin og
sterkbyggð, með allgóð lærahold, en aðeins opin upp í
klofið. Afkvæmin eru hvít, tvö hyrnd, ærnar sterklegar, líkj-
ast móður að gerð, hafa reynzt frjósamar og mjólkurlagnar,
hrútlambið nothæft hrútsefni að gerð, en er hnífilhyrnt, enda
undan Dindli. 71-1185 var geld gemlingur, hefur síðan verið
tvílembd nema einu sinni, þá sædd, og hefur 8,0 í afurðastig.
71-1185 hlaut 11. verðlaun fyrir afkvœmi.
F. 70-1115 skólabúsins á Hvanneyri er heimaalin, f. Hvítur
71, m. 898. Ærin er hvít, kollótt, guldröfnótt á haus og
fótum, með rétta fætur og góða fótstöðu, sterka yfirlínu, en
grófbyggð. Afkvæmin eru hvít, kollótt, ærnar sundurleitar
að gerð, hrútlambið dágott hrútsefni, gimbrin snoturt ær-
efni. 70-1115 var geld gemlingur, síðan tvílembd og hefur
gert góð lömb, er með 6,0 í afurðastig.
70- 1115 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
G. 71-1171 skólabúsins er heimaalin, f. Kuggur 73, m. 992.
Hún er hvít, kollótt, með hvíta þelgóða ull, sterka fætur og
ágæta fótstöðu, jafnvaxin og sterkbyggð. Afkvæmin eru hvít,
nema Bíldur svartbíldóttur, kollótt, nema lömbin hyrnd,
ærnar líkjast móður að gerð, gimbrarnar sæmileg ásetnings-
lömb. 71—1171 var geld gemlingur, einlembd tvævetla, en
hefur síðan verið tvílembd með 6.2 afurðastig.
71- 1171 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.