Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 65
SKÝRSLUR STARFSMANNA
59
„Draupnir 71001 frá Hjálmholti átti sex dætur, sem voru að
meðaltali 32 mánaða við burð, og hæsta meðaldagsnyt varð 12,9
kg. Á 301 degi mjólkuðu þær 2523 kg mjólkur með 4,01 % fitu, þ.
e. 101 kg mjólkurfita og 2527 kg 4% mælimjólk. Dætur Draupnis
71001 eru sterklegar og jafnbyggðar kýr, en júgurgerð of veik.
Vísir 71015 frá Eyvindarhólum átti sjö dætur, sem voru að
meðaltali 31,9 mánaða við burð, og hæsta meðaldagsnyt þeirra
varð 12,9 kg. Á 301 degi mjólkuðu þær 2665 kg mjólkur með
3,85% fitu, þ. e. 103 kg mjólkurfita og 2604 kg 4% mælimjólk.
Dætur Vísis 71015 eru fremur fallegar kýr með góða yfirlínu, en
aðeins framþung júgur, góðar í mjöltun.
Sproti 72001 frá Hjálmholti átti sjö dætur, sem voru að meðaltali
29.1 mánaða við burð, og hæsta meðaldagsnyt þeirra varð 12,2 kg.
Á 301 degi mjólkuðu þær 2338 kgmjólkur með4,01% fitu, þ. e. 94
kg mjólkurfita og 2341 kg4% mælimjólk. Dætur Sprota 72001 eru
þróttlegar, en ekki fínbyggðar kýr, júgur fullstutt fram, mjöltun
þokkaleg.
Már 72003 frá Stóru-Mástungu átti sex dætur, sem voru að
meðaltali 29,8 mánaða við burð, og hæsta meðaldagsnyt þeirra
varð 13,8 kg. Á 301 degi mjólkuðu þær 2981 kg mjólkur með
4,01% fitu, þ. e. 120 kg mjólkurfita og 2984 kg 4% mælimjólk.
Dætur Más 72003 eru jafnvaxnar, meðalstórar kýr með stór, fullsíð
júgur, mjöltun góð.
Safi 72009 frá Dísukoti átti fimm dætur, sem voru að meðaltali
28.2 mánaða við burð, og hæsta meðaldagsnyt þeirra varð 8,8 kg. Á
301 degi (aðeins ein þeirra varð mjólkuð yfir 20 vikur í tilrauninni)
mjólkuðu þær 695 kgmjólkur með 3,63% fitu, þ. e. 25 kg mjólkur-
fita og 656 kg 4% mælimjólk. Dætur Safa 72009 eru stórar og
þriflegar kýr, en afurðalitlar.“
Á árinu 1978 lauk afkvæmarannsókn á 7 nautum, og voru þau
þessi: Dagur 72006, Þáttur 72010, Frami 72012, Vörður 72014,
Stefnir 72016, Deilir 73001 og Ýmir 73005. Alls voru í þessum
hópi 40 kvígur. Um þennan árgang segir svo í greinargerð:
„Dagur 72006 frá öndunarhorni átti sex dætur, sem voru að
meðaltali 30,0 mánaða við burð. Hæsta meðaldagsnyt þeirra varð
17,0 kg. Á 301 degi mjólkuðu þær að meðaltali 3619 kg með
4,19% fitu, þ. e. 152 kg mjólkurfita og 3723 kg 4% mælimjóik.
Dætur Dags 72006 eru snotrar kýr, en með fullhátt krossbein og
langa spena, góðar í mjöltun.