Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 442
436
BÚNAÐARRIT
Tafla 29. Afkvæmi áa á Syðsta-Ósi
1 2 3 4
A. Móðir: 71-252*, 7 v 78,0 103,0 21,0 127
Sonur: Kvistur*, II. v. 88,0 101,0 24,0 130
Dætur: 3 ær, 2 og 3 v., 2 tvíl 66,0 96,5 20,8 125
1 ær, 1 v., mylk 70,0 97,0 22,0 121
B. Móðir: 72-220*, 6 v 87,0 104,0 22,0 132
Sonur: Ósmann, 1 v., 1. v 77,0 98,0 23,0 131
Dætur: 4 ær, 2 og 3 v., 3 tvíl, 1 geld 71,0 96,7 21,2 127
1 ær, 1 v., mylk 65,0 95,0 21,0 129
2 gimbrarlömb 42,0 79,5 18,5 118
A. 71-252 er heimaalin, f. Hvítur, m. Vömb. Hún er hvít,
kollótt, ljósgul í andliti og fótum. 71-252 er jötun væn og
framúrskarandi útlögumikil, meö breitt og holdgott bak,
góða fætur og vel setta. Afkvæmin eru hvít, kollótt, gul- eða
svardropótt í andliti og fótum og líkjast móðurinni mikið að
útliti og byggingu. Dæturnar eru allar ágætlega mjólkur-
lagnar og frjósamar, en sonurinn, Kvistur, hlaut II. verðlaun.
71-252 var nú einl. og vantaði lambið af fjalli.
71-252 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. 72-220 er heimaalin, f. Blettur. Hún er hvít, kollótt,
fölgul í andliti og fótum, ullin mikil og sæmilega hvít. 72-220
er klettþung og útlögumikir, með holdgott bak, breiðar malir
og lærahold í góðu meðallagi. Fætur sterkir og vel settir.
Afkvæmin líkjast móðurinni að gerð og kostum. Fullorðnu
dæturnar voru allar tvílembdar, nema ein ær, sem var geld,
og skiluðu góðum afurðum. Annað gimbrarlambið er gott
ærefni, hitt er sæmilegt. Fullorðni sonurinn, Ósmann, er
laglega gerð kind og hlaut hann I. verðlaun á hrútasýning-
unni í hreppnum.
72-220 hlaut I. verðlaun fyrir afkvcemi.