Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 78
72
BÚNAÐARRIT
óreyndum nautum og 208 skammta úr holdanautum. Til dreifing-
arstöðva var sendur 12771 skammtur úr reyndum nautum á árinu,
16138 úr óreyndum og 3454 úr holdanautum. í 5 geymslutönkum
Nautastöðvarinnar eru geymd um 386.000 strá úr 85 nautum.
Nautastofninn. Á Nautastöðinni voru á fóðrun 12 til 26 naut í
senn. í árslok voru þau 22, en auk þeirra voru 12 í einangrun annars
staðar. Slátrað var 21 nauti á árinu. Eru þau talin hér á eftir. f sviga
aftan við nöfn nautanna er tala stráa, sem fryst voru úr hverju
þeirra, slátrunardagur og fallþungi í kg: Álmur 76003 (7439, 9/3,
252), Hegri 76006 (7302, 9/3, 235), Kvistur 76.013 (0, 9/3, 221),
Faldur 76007 (7271,3/4,244), Kláfur 76015 (0, 3/4,165), Lambi
76005 (6931, 9/5, 239), Geiri 76011 (7261, 9/5, 257), Fjalar
76012 (7076, 9/5, 242), Runni 76014 (7307, 14/6, 215), Kári
76028 (7277, 30/6, 186), Þari 76009 (7285, 17/8, 254), Sindri
76017 (7308, 17/8, 250), Askur 76018 (7235, 17/8, 205), Karri
76022 (7287, 17/8, 223), Víðir 76004 (7609, 22/8, 294), Forkur
76010 (7474, 5/9, 272), Hjalti 76016 (7534, 5/9, 210), Dalur
77006 (0, 20/11, 198), Sjóður 77007 (0, 20/11, 164), Leikur
77009 (0, 20/11, 157), Njörður 77004 (7256, 27/12, 227). Voru
þessi naut felld, eftir að því sæðismagni hafði verið safnað úr
hverju, sem kynbótanefndin ákvað, að skyldi fryst. Úr nokkrum
nautum fékkst ekkert sæði til frystingar af ýmsum orsökum.
Á skrifstofunni var starfið svipað og áður. Uppgjör á sæðingar-
skýrslum og reikningshald voru aðalverkefnin. Eins og áður er
getið, vorusæddarkýráárinu 1978 18.800, en innheimt voru gjöld
af 22.571 kú til þess að ná 85% þátttöku búnaðarsambandanna,
þar sem hlutfallstala sæddra kúa var lægri. Starfsmaður við Nauta-
stöðina auk mín er Ingimar Einarsson, og þakka ég honum vel
unnin störf. Eins og undanfarin ár hirti ég nautin þá daga, sem hann
var að heiman, og sunnudaga, alls 129 daga. Ég sat á árinu alla
fundi Kynbótanefndar. Námskeið í frjótækni var ekki haldið, þar
sem ekki fékkst næg þátttaka. Einn maður hlaut bráða-
birgðaþjálfun s. 1. vor.
Ég þakka öllum ánægjuleg samskipti á árinu.
Ritað í janúar 1979.
Didrik Jóhannsson