Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 453
AFKVÆMASÝNINGAR A SAUÐFÉ 447
þeirra er tæplega nógu góð. Fuiiorðnu synirnir eru I. verð-
launa kindur og tveir lambhrútarnir eru hrútsefni. Dæturnar
hafa frjósemi og mjóikurlagni í tæpu meðallagi, en gimb-
rariömbin eru lagleg ærefni. Árið 1977 hafði Ljómi 106
afurðastig fyrir lömb og 96 fyrir dætur.
Ljómi 70-177 hlaut II. verðlaun fyrír afkvæmi.
B. Svanur 74-198 Kristjáns Loftssonar, Drangsnesi, er
heimaalinn, f. Bjartur 167, m. Hempa. Hann er hvítur,
kollóttur, smádröfnóttur í andliti og á fótum, ullin vel hvít,
sæmilega mikil og góð, bakið breitt, sæmilega sterkt og
holdgróið, klofið fremur stutt, en lærahold í styttra lagið
niður á hækilinn.
Afkvæmin eru öll hvít, kollótt, sum fölgul, en önnur svart-
eða guldröfnótt í andliti og á fótum. Ullin er ágætlega mikil
og hvít. Þau erfa öll breitt og mjög holdgróið bak, góðar
herðar og útlögur, fætur eru fremur stuttir, en fótstaða er
tæplega nógu góð á einstaka kind. Fullorðnii synirnir eru
allir góðir I. verðlauna hrútar, sá þriggja vetra mjög góður.
Annar lambhrúturinn er ágætt hrútsefni, hinn góður. Enn er
ekki fengin nægileg reynsla af afurðagetu og frjósemi dætra,
en sú reynsla, sem komin er, lofar góðu. Öll gimbrarlömbin
eru álitleg ærefni. Svanur hefur einkunnina 103 fyrir lömb.
Svanur 74-198 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Arneshreppur
Þar voru sýndir 6 hrútar og 5 ær með afkvæmum, sjá töflu
36 og 37.
Tafla 36. Afkvæmi hrúta í Árneshreppi 1 2 3 4
A. Faðir: Kóngur* 73-155, 5 v 89,0 109,0 25,0 132
Synir: Óðinn 76-215, 2 v., I. v 103,0 110,0 28,0 131
Jarl, 1 v., 11. v 84,0 101,0 24,0 130
7 hrútlömb, 5 tvíl 51,0 83,5 21,2 118
Dætur: 10 ær, 2-4 v., tvíl 68,5 96,7 21,4 129
5 gimbrarlömb, 3 tvíl 44,6 81,8 20,7 119