Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 417
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
411
góð III. verðlauna kind, Otta bakþunn og grófgerð, gimbr-
arnar þokkaleg ærefni. Golta er ágætlega frjósöm og
mjólkurlagin, er með 8,4 í afurðastig.
Golta 73—100 hlaut 111. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. Svertla 69—047 Erlu Sigurðardóttur, Staðarbakka, var
sýnd með afkvæmum 1976, sjá 90. árg., bls. 536. Afkvæmin,
sem fylgja nú, eru hyrnd, 3 hvít, 2 svört, Skeggi II. verðlauna
kind, Grilla gott ærefni og annað gimbrarlambið allsæmilegt
ærefni. Dætur Svertlu eru frjósamar og meðal afurðaær,
nema ein, sem er með 9,9 í afurðastig. Svertla hefur verið
frjósöm og hefur 9,7 í afurðastig.
Svertla hlaut öðru sinni III. verðlaun fyrir afkvœmi.
C. Gæfagrána 71—075 Sigurðar Skúlasonar, Staðarbakka,
er heimaalin, f. Greifi 69—050, m. Brilla 69—043. Gæfa-
grána er grá, hyrnd, jafnvaxin og sterkleg, með sterka fætur
og sæmilega fótstöðu. Afkvæmin eru hyrnd, fjögur hvít,
gimbrin svört, Klaki I. verðlauna kind, jafnvaxinn og allvel
vöðvafylltur, Stúfa gulskotin í ull, hrútlambið ekki hrútsefni,
en gimbrin þokkalegt ærefni. Gæfagrána er frjósöm og góð
afurðaær með 6,9 í afurðastig.
Gæfagrána 71—075 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Grása 71—070 Sigurðar er heimaalin, f. Þokki 66—059,
m. Fjallagrána 66—07 5. Grása er grá, hyrnd, snotur að gerð,
með sterka fætur og góða fótstöðu. Afkvæmin eru hyrnd, 3
hvít, gimbrarlömbin grá góð ærefni, þau hvítu gul á haus og
fótum og gulskotin á ull, með allgóða fótstöðu, Bakki II.
verðlauna kind. Grása er ágætlega frjósöm og mikil afurð-
aær með 8,2 í afurðastig.
Grása 71—070 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Snjóhvít 71—129 Skúla Guðmundssonar, Staðarbakka,
er heimaalin, f. Þokki 66—059, m. Fjóla 96. Ærin er hvít,