Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 431
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1 2 3 425 4
Dætur: 1 ær, 3 v., tvíl 60,0 96,0 20,0 120
1 ær, 1 v., einl 59,0 96,0 21,0 126
2 gimbrarl., tvíl 47,5 83,5 19,0 117
II. Módir: Fébót, 7 v 82,0 104,0 21,0 135
Synir: Krúsi, 3 v., II. v 82,0 102,0 2p,0 135
1 lambhr., tvíl 45,0 85,0 18,5 117
Dætur: 2 ær, 2 v., tvíl 65,0 96,5 20,0 127
2 ær, 1 v., einl 64,5 96,5 20,5 124
1 gimbrarl., tvíl 45,0 84,0 18,0 114
A. Botna 81 Sigurjóns Jónassonar, Syðra-Skörðugili, er frá
Reykjarhóli, f. Bjartur, m. Mjallhvít. Botna er hyrnd, svart-
botnótt, bollöng, útlögugóð, með sterkt og holdgróið bak og
vel holdfylltar malir og læri. Þrjú afkvæma hennar eru hvít,
en hin mislit. Þau eru þéttvaxin og holdgóð, og erfa holdsemi
móður sinnar. Dúddi í Keflavík, sonur hennar, er góður I.
verðlauna hrútur og lambhrútarnir góð hrútsefni. Botna
hefur alltaf verið tvílembd og afurðahá.
Botna 81 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. Gul 114 sama eiganda er heimaalin, m. Holtshvít. Hún er
hyrnd, gul á haus og fótum og á ull, sæmilega vel gerð.
Afkvæmin eru öll hvít og hyrnd, gul á haus og fótum og sunt
gul á ull. Þau eru frekar samstæð, með góðar útlögur, breitt
bak og holdgóð. Týr hlaut II. verðlaun, lambhrúturinn er
ekki hrútsefni, en gimbrin vel gerð. Ærnar eru frjósamar og
afurðagóðar. Gul hefur alltaf verið tvílembd og átt væn
lömb.
Gul 114 hlaut 11. verðlaun fyrir afkvœmi.
C. Gul 136 sama eiganda er heimaalin, f. Leiri 65-040, m.
Limba 18. Hún er hvít og hyrnd, mjög gul á ull, fremur löng
og grófbyggð. Fullorðni hrúturinn er góður I. verðl. hrútur,
lambhrúturinn allgott hrútsefni, ærnar sæmilega gerðar og
gimbrarlambið þokkalegt ærefni. Gul hefur alltaf verið tví-
lembd og er sæmilega mjólkurlagin.
Gul 136 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.