Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 452
446
BÚNAÐARRIT
verðlauna hrútar, en lambhrútarnir eru misjafnir, tveir
þeirra þó góð hrútsefni. Gimbrarlömbin eru ágæt ærefni.
Tvævetlan og veturgömlu dæturnar eru þroskamiklar og vel
gerðar, en sumar þeirra þó fullháfættar. Þær lofa góðu með
frjósemi og afurðagetu. Hamar hefur 103 stig fyrir lömb og
112 fyrir dætur.
Hamar 74-431 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
Kaldrananeshreppur
Þar voru sýndir 2 hrútar með afkvæmum, sjá töflu 35.
Tafla 35. Afkvæmi hrúta í Kaldrananeshreppi
1 2 3 4
A. Faðir: Ljómi* 70-177, 8 v 102,0 112,0 27,5 133
Synir: Bjartur, 5 v., I. v 102,0 110,0 26,5 135
Snær, 2 v., I. v 92,0 111,0 25,0 135
5 hrútlömb, 2 tvíl 46,4 81,0 20,0 119
Dætur: 6 ær, 2—6 v., 3 tvíl 62,8 93,6 20,9 128
1 ær, 3 v., geld 92,0 105,0 24,5 132
7 ær, 1 v., 5 mylkar 53,7 90,0 20,7 129
7 gimbrarlömb, 4 tvíl 40,8 79,0 19,2 118
B. Faðir: Svanur* 74-198, 4 v 113,0 115,0 27,0 132
Synir: Þokki, 3 v., I. v 112,0 114,0 27,0 131
2 hrútar, 1 v., I. v 76,5 100,5 23,0 130
hrútlömb, tvíl. ...'•. 46,5 82,5 20,8 119
Dætur: 4 ær, 2 v., 2 tvíl 65,2 94,5 21,8 127
6 ær, 1 v., 5 mylkar 59,8 92,0 21,8 128
10 gimbrarlömb, tvíl 42,7 81,0 20,1 118
A. Ljómi 70—177 Bjarna Guðmundssonar, Bæ, er heima-
alinn, f. Vinur 165, m. Stór 44. Ljómi er hvítur, kollóttur,
bjartleitur með vel hvíta, glansandi, en illhæruskotna ull.
Hann er ágætlega vænn, útlögugóður og rýmismikill, með
breitt holdgróið bak, breiðar malir og fremur stutt klof.
Afkvæmin líkjast föðurnum mjög, hvað varðar ytra útlit,
hafa gott bak og góða holdfyllingu fyrir aftan bóga, en fæst
þeirra hafa nægilega holdfyllingu í lærum og fótstaða sumra