Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 285
HRÚTASÝNINGAR 279
röð með 82,5 stig, og Askur I. verðlaun A. Prúður Davíðs í
Glæsibæ var talinn annar beztur af veturgömlum.
Tafla 3. Hundraðshluti sýndra hrúta, er hlaut I. verðlaun
Sýslur 1933 ’38 ’46 '62 ’66 ’70 ’74 ’78 Aukning síðan 1933
Eyjafjarðarsýsla 7,2 10,5 15,9 35,3 41,7 57,4 34,0 41,4 34,2
Skagafjarðarsýsla 7,3 12,0 24,5 28,0 35,3 44,9 24,1 44,4 37,1
A.-Húnavatnss. .. 6,1 13,4 - 42,6 47,1 46,8 49,8 46,3 40,2
V.-Húnavatnss. .. 10,3 - 19,4 33,1 37,8 55,7 38,9 54,4 44,1
Mýrasýsla 3,7 12,7 30,8 20,2 29,5 36,8 48,7 38,6 34,9
Borgarfjarðars. . . 8,6 5,1 43,1 35,0 35,9 52,8 62,5 46,8 38,2
Vegið meðalt. 7,1 11,4 25,4 32,5 38,0 48,9 40,4 45,1 38,0
öxnadalshreppur. Þar voru sýndir 46 hrútar, 33 fullorðnir
og 13 veturgamlir. Hrútarnir voru yfirleitt heldur lélegir,
grófbyggðir, óræktarlegir og of margir háfættir. Fjárræktar-
félagsstarfsemi hefur nú legið niðri í öxnadal um skeið og
kemur það greinilega í ljós á hrútastofni. Á héraðssýningu
voru valdir Glæsir Steins á Syðri-Bægisá og Þór Angason
Þorsteins á Þverá, til vara Garður Margrétar Hallgrímsdótt-
ur á Auðnum. Á héraðssýningu hlaut Þór I. verðlaun A og
Glæsir I. verðlaun B. Bændur í öxnadalshreppi þurfa nú að
gera stórt átak í hrútavali og fjárræktarfélagsstarfsemi, og
ættu að notfæra sér sæðingar frá Akureyrarstöðinni í ríkum
mæli.
Skriðuhreppur. Þar var ágætlega sótt sýning, alls sýndir
102 hrútar, 67 fullorðnir og 35 veturgamlir. Meðaltalshrút-
urinn var of grófbyggður og lærarýr og nokkrir hrútar voru
alltof háfættir. Betri hluti hrútanna voru allgóðar kindur,
sæðishrútar, Angasynir og út af honum komnir, voru jafn-
beztir einstaklinga á sýningunni. Á héraðssýningu voru
valdir Spakur Angason, Völlur Angason fæddur að Þúfna-
völlum, Klaki Frostason 69—879, veturgamall, Félagsbús-